Beint á efnisyfirlit síðunnar

09.09.2016

Ríó 2016 - Helgi Sveinsson keppir í kvöld

Setningarhátíð Paralympics 2016 fór fram í Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld á Maracana-leikvanginum. Jón Margeir Sverrisson var fánaberi Íslands og sérstakur gestur Íþróttasambands fatlaðra við innmarseringuna var varaforseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur setningarhátíðina og í gær heimsótti hann Paralympic-þorpið og heilsaði upp á íslenska keppnishópinn.
Nánar ...
06.09.2016

Ríó 2016 - Paralympics hefst á morgun

Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) hefst á morgun í Ríó í Brasilíu og stendur til 18. september. Fimm keppendur úr röðum fatlaðra keppa á leikunum. Hópinn skipa Jón Margeir Sverrisson sundmaður, Sonja Sigurðardóttir sundkona, Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, Helgi Sveinsson spjótkastari og Þorsteinn Halldórsson bogfimimaður.
Nánar ...
30.08.2016

Fulltrúar íþróttafólks kosnir

Keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 kusu nýlega fjóra íþróttamenn sem fulltrúa íþróttafólks í framkvæmdastjórn ​Alþjóðaólympíunefndarinnar til næstu átta ára. Íþróttamennirnir eru Britta Heidemann, skylmingakona frá Þýskalandi, Seug-Min Ryu borðtennismaður frá Kóreu, Daniel Gyurta sundmaður frá Ungverjalandi og Yelena Isinbayeva frjálsíþróttakona frá Rússlandi. Íþróttamennirnir munu vinna náið með Alþjóðaólympíunefndinni, en til dæmis er brýnt að koma skoðun íþróttafólks á hinum ýmsu málefnum innan hreyfingarinnar á framfæri og þróa þannig Ólympíuhreyfinguna enn frekar.
Nánar ...
29.08.2016

Móttaka til heiðurs Ólympíuförum

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra buðu sl. fimmtudag til móttöku í Ráðherrabústað til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro 2016. Allir íslensku þátttakendurnir fengu afhend viðurkenningarskjöl og minnispening frá Alþjóðaólympíunefndinni. Auk þess fengu Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sérstaka viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni fyrir að komast í úrslit og vera í topp átta í sinni grein á Ólympíuleikunum. ​
Nánar ...
22.08.2016

Ríó 2016 - Lokaathöfnin

Loka­at­höfn Ólympíu­leik­anna 2016 fór fram í gærkvöldi og var glæsi­leg að vanda. Þátt­tak­end­ur gengu inn á Maracana-leik­vang­in­n með þjóðfána sína. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona bar fána Íslands. Dans- og tónlistaratriðin voru stórskemmtileg og flott og mikil stemmning hjá þátttakendum.
Nánar ...
18.08.2016

Ríó - 2016 Samantekt

Íslenskir þátttakendur á Ólympíuleikunum í Ríó hafa nú allir lokið keppni. Hér má sjá samantekt um árangur þeirra á leikunum.
Nánar ...
17.08.2016

Ríó 2016 - Íslandsmet hjá Anítu

Aníta Hinriks­dótt­ir kepp­ti í dag í und­an­rás­um 800 metra hlaups á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó. Aníta setti Íslands­met með því að hlaupa á 2:00,14 mín­út­um, en hún varð í sjötta sæti í sínum riðli. Íslands­met Anítu frá ár­inu 2013 var 2:00,49 mín­út­ur. Það skilaði Anítu í 46. sæti fyr­ir fram á kepp­endal­ist­an­um, af 65 kepp­end­um.
Nánar ...
16.08.2016

Ríó 2016 - Aníta í fjórða riðli

Aníta Hinriksdóttir keppir á morgun miðvikudag í undanriðlum 800 metra hlaups kvenna. Aníta hleypur á áttundu braut í fjórða riðli sem ræstur verðuru kl. 11.16 að brasilískum tíma (14.16 að íslenskum tíma).
Nánar ...
15.08.2016

Ríó 2016 - Ásdís í seinni kasthóp

Ásdís Hjálmsdóttir verður í seinni kasthóp í undankeppni spjótkasts kvenna sem fram fer að kvöldi þriðjudagsins 16. ágúst. Ásdís er tólfta af fimmtán í kaströðinni.
Nánar ...

    Á döfinni

    17