Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Felix fyrir héraðs- og sérsambönd

Markmið:

  • Að starfsfólk héraðs- og sérsambanda læri og geti nýtt sér upplýsingar úr Felix kerfinu sem snýr að þeirra íþróttagrein eða íþróttafélögum og geti á auðveldan hátt haft yfirsýn yfir fjölda iðkenda og félaga.
  • Að öðlast þekkingu á þeirri tölfræði sem hægt er að fá út úr kerfinu.

Námsefni:

  • Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu Felix og hvernig íþróttafélög tengjast inn á íþróttagreinar í kerfinu. Kennt verður að leita í kerfinu, bæði að iðkendum og félögum. Þá verður farið í skýrslugerð og þá tölfræði sem sérsamböndin hafa aðgang í gegnum Felix.


Fjöldi þátttakenda:

Hámark 15 manns.

Lengd:
2 klukkustundir.

Aðstaða:
Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu með eigin tölvur heldur er um sýnikennslu á skjá að ræða. Hins vegar er fólki velkomið að koma með vélar og boðið er upp á nettenginu á staðnum.