Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslensk getspá

nullÍslensk getspá og Íslenskar getraunir eru tvö sjálfstæð félög en með einn framkvæmdastjóra. Í gildi er þjónustusamningur milli félaganna um að Íslensk getspá sjái um rekstur Íslenskra getrauna. Hluti af andvirði allrar sölu félaganna renna beint til uppbyggingar og starfsemi æskulýðs-og íþróttamála og til málefna öryrkja. Því má segja að allir þeir sem spila í leikjum Getspár og Getrauna geti fagnað sigri og átt von á góðum vinningi í leiðinni. Með þáttöku í leikjunum er verið að styrkja nauðsynleg samfélagsleg málefni og leggja traustan grunn að áframhaldandi uppbyggingu þeirra, auk þess að gefa sjálfum sér tækifæri til þess að vinna stórar fjárupphæðir.

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem á 46,67% hlut, Öryrkjabandalagið á 40% og Ungmennafélag Íslands 13,33%.

Íslenskar getraunir eru sjálfseignarstofnun innan íþróttahreyfingarinnar þar sem aðild eiga ÍSÍ og UMFÍ eins og hjá Íslenskri getspá, auk Knattspyrnusambands Íslands, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþróttanefndar ríkisins.

Á döfinni

22.04.2014 - 22.04.2014

Ársþing BTÍ

Ársþing Borðtennissambands Íslands verður...
29.04.2014 - 29.04.2014

Ársþing TSÍ

Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið...
30.04.2014 - 30.04.2014

Ársþing HSÍ

Ársþing HSÍ verður haldið 30. april 2014 kl...
30.04.2014 - 30.04.2014

Ársþing HSS

Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
17