Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
13

Samþykki um uppflettingu í sakarskrá

Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá árinu 2013 í grein 5.a. um starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni segir; Óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og sem launþegar.

Íþróttafélög geta ýmist fengið starfsmenn sína, þjálfara eða fararstjóra til að skila inn sakarvottorði eða fengið skriflegt leyfi þeirra til að leita til Sakarskrár eftir upplýsingum um hvort að viðkomandi hafi gerst sekur um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot.

Hér er að finna sýnishorn af samþykki um uppflettingu í sakarskrá og er félögum og öðrum sem þess óska leyfilegt að gera það að sínu.