Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þann 4. desember 2014 bauð ÍSÍ upp á hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal
um fjölmiðlamál þar sem helstu umfjöllunarefni voru fjölmiðlafulltrúi, fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Fundurinn gagnaðist sérstaklega þeim aðilum sem vinna við kynningarstarf í íþróttafélögum, héruðum eða í sérsamböndum.

Ómar Smárason leyfis- og markaðsstjóri KSÍ leiddi fundargesti í sannleika um hvað fjölmiðlafulltrúi sérsambands/félags gerir, hvernig hann kemst að í fjölmiðlum og hvernig setja á fram efni svo að eitthvað sé nefnt. Ómar sagði frá því hvernig Knattspyrnusambandið hefur markvisst unnið að því að skapa jákvæð tengsl við fjölmiðla, býr til umhverfi fyrir blaðamenn t.d. með opnum æfingum og útvegar þeim aðstöðu sem þeir eru sáttir við. Þá ræddi hann um mikilvægi þess að nýta samskiptamiðlana til að koma fréttum á framfæri.

Viðar Garðarsson formaður ÍHÍ og fjölmiðlamaður talaði um hvað fréttatilkynning þyrfti að innihalda og mikilvægi þess að félög, sérsambönd eða héruð létu fjölmiðlum í té upplýsingar og myndir til að auðvelda þeim skrifin. Frumkvæði þyrfti í meira mæli að koma frá íþróttahreyfingunni sjálfri.

Fyrirlestrana má nálgast hér

VG_fyrirlestur um samskipti.pdf

KSÍ - Fjölmiðlamál - ÍSÍ des 2014.pdf

    Á döfinni

    17