Beint á efnisyfirlit síðunnar

Styrkur íþrótta

Fimmtudaginn 17. janúar 2013 var haldinn sameiginlegur hádegisfundur UMFÍ og ÍSÍ. Þar fjölluðu dr. Viðar Halldórsson, Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu og Daði Rafnsson um styrk íþrótta frá þeirra sjónarhorni. Viðar studdist við rannsóknir síðastliðin 20 ár frá Rannsóknum og greiningu á ungu fólki. Íris fjallaði um hvernig hún upplifði íþróttir sem hluta af sínu lífi síðastliðin 19 ár. Daði greindi frá uppbyggingu á barna- og unglingastarfi innan knattspyrnudeildar Breiðabliks. Hér má nálgast fyrirlestra þeirra á pdf formi ásamt hljóð og myndupptöku af þeim Viðari og Írisi. Vegna tæknilegra örðugleika í seinnihluta fundarins þá heyrðist lítið í erindi Daða og því þurfti að kippa því út. Eins vantaði glærur Viðars með hljóðinu en þær má nálgast eins og áður segir á pdf.

    Á döfinni

    17