Beint á efnisyfirlit síðunnar

Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 16 ár. Grunnskólapróf

Skilgreining:

Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu. Þjálfarinn á að kunna helstu grunnatriði í tækni, leikfræði og reglum í séríþróttagrein.

Uppbygging náms:

Námið skiptist í almennan hluta (50%) og sérgreinahluta (50%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 60 í almenna hlutanum og 60 í sérgreinahlutanum.

Skipulag: Getur verið með ýmsum hætti t.d.

1) Skipt í sex 20 kennslustunda einingar, sem hugsaðar eru sem helgarnámskeið.

Þjálfari 1 – a, 20 stundir almenni hluti og 20 stundir sérgreinahluti.

Þjálfari 1 – b, 20 stundir almenni hluti og 20 stundir sérgreinahluti.

Þjálfari 1 – c, 20 stundir almenni hluti og 20 stundir sérgreinahluti.

2) 15 daga námskeið

3) Kvöldnámskeið.

4) Fjarnám.  Þetta er það nám sem hefur verið langvinsælast hjá ÍSÍ í mörg ár.  Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Nánar auglýst hverju sinni, m.a. á heimasíðu ÍSÍ.  Allar frekari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ almennt gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467 eða 863-1399.

5) Starfsnám eða nám á kjörsviði og í frjálsu vali í framhaldsskólum.

Þegar menntun er sótt innan íþróttahreyfingarinnar getur sérsamband séð um allt námskeiðið, haft samstarf við önnur sérsambönd um kennslu almenna hlutans eða látið nemendur sækja þann hluta hjá ÍSÍ.

Almennur hluti 50%

Að mestum hluta fyrirlestrar en verklegum tímum komið fyrir þar sem við á.

Hlutverk þjálfarans - Kennslufræði

Framkoma, samskipti við börn og fullorðna, stjórnun, stefnuyfirlýsingar ÍSÍ, skipulag íþróttahreyfingarinnar.

Aðferðir við tæknikennslu, jákvæð og neikvæð gagnrýni, skipulagning, framvinda í kennslu.

Þroski

Líkamlegur þroski – vöxtur, sálrænn og félagslegur þroski. Fötluð börn og börn með sérþarfir.

Starfsemi líkamans

Öndun, vöðvar.

Heilsufræði

Heilsa næring og hvíld. Forvarnir.

Íþróttameiðsli

Viðbrögð við tognunum og smámeiðslum, helstu öryggisatriði.

Námsmat

Skriflegt próf.

Námsefni:

Gjerset, Haugen og Holmstad. Þjálffræði. Iðnú 1998.

Engström o.fl: Leiðbeinandi barna og unglinga í íþróttum. ÍSÍ.

Ljósrit og ítarefni frá kennara.

Sérgreinarhluti 50%

Að mestum hluta verklegt (60-70%).

Tækni

Leikfræði/taktík

Skipulag æfingatíma

Reglur/mótafyrirkomulag

Námsmat

Skriflegt próf

Verklegt próf.

Námsefni: Bækurnar "Leiðbeinandi barna og unglinga í íþróttum" og "Þjálffræði" ásamt heilmiklu af öðru efni og ítarefni sem kennarar leggja til.  ÍSÍ gefur út fyrri bókina, hina má nálgast hjá Iðnú.  Bækurnar eru innifaldar í námskeiðsgjaldi 1. stigs.  Auk þessa eru myndbönd hluti af námsefni sem og greinar sem finna má á alheimsnetinu. 

    Á döfinni

    17