Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

17.03.2014

Aðalbjörg endurkjörin formaður USAH

Aðalbjörg endurkjörin formaður USAHÁrsþing Ungmennasambands A-Húnvetninga var haldið í félagsaðstöðu Samstöðu á Blönduósi laugardaginn 8. mars sl. Þingið var vel sótt en ríflega 30 fulltrúar mættu frá aðildarfélögum sambandsins.
Nánar ...
15.03.2014

Vetrarólympíumót fatlaðra - Sochi 2014

Vetrarólympíumót fatlaðra - Sochi 2014Nú fer að líða að lokum Vetrarólympíumóts fatlaðra í Sochi, en Ísland á tvo keppendur á leikunum sem keppa í alpagreinum skíðaíþrótta. Þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson keppa bæði í svigi og stórsvigi á mótinu, og í báðum tilfellum keppa þau í sitjandi flokki. Hafa þau bæði lokið keppni í svigi og í dag keppti Jóhann í stórsvigi og er meðfylgjandi mynd frá keppni dagsins. Jóhann Þór lauk keppni í 23. sæti en hann var að keppa á sínu fyrsta Ólympíumóti.
Nánar ...
14.03.2014

Nýr formaður kjörinn hjá USVH

Nýr formaður kjörinn hjá USVHÁrsþing Ungmennasambands V-Húnavatnssýslu var haldið að Reykjum í Hrútafirði í gærkvöldi. Rúmlega 30 þingfulltrúar mættu til þings en það var Umf. Dagsbrún sem var gestgjafi þingsins að þessu sinni. Júlíus Guðni Antonsson þingforseti stýrði þinginu af röggsemi.
Nánar ...
14.03.2014

Samnorræn yfirlýsing vegna hagræðingu úrslita

ÍSÍ hefur, ásamt systursamtökum sínum í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi, undirritað sameiginlega yfirlýsingu varðandi baráttu gegn hagræðingu úrslita (match fixing). Yfirlýsingin miðar að því að styðja opinbera aðila sem vinna að því, ásamt Evrópuráðinu, að koma á alþjóðlegum sáttmála um baráttuna gegn hvers konar hagræðingu úrslita í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi. Einnig að aðstoða við innleiðingu slíks sáttmála þegar hann hefur öðlast gildi.
Nánar ...
13.03.2014

Úthlutun Ferðasjóðs íþróttafélaga

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2013. Til úthlutunar að þessu sinni voru 67 m.kr. Umsóknir bárust frá 117 íþrótta- og ungmennafélögum úr 24 héraðssamböndum/íþróttabandalögum ÍSÍ en fjöldi umsókna var 245.
Nánar ...
10.03.2014

Benóný sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi HSK

Benóný sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi HSKÁrsþing HSK var haldið á Borg í Grímsnesi laugardaginn 8. mars síðastliðinn. Um 115 þingfulltrúar og gestir mættu til þings sem teljast má góð mæting með hliðsjón af veðurfari. Íþróttafólk úr þeim 22 íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda HSK var heiðrað og úr þeim hópi var Guðmunda Brynja Óladóttir knattspyrnukona frá Selfossi valin Íþróttamaður HSK 2013.
Nánar ...
10.03.2014

Sigurður Guðmundsson áfram formaður UMSB

Sigurður Guðmundsson áfram formaður UMSB92. Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar fór fram laugardaginn 8.mars í Félagsheimilinu Brautartungu. Þingið var starfssamt og umræður góðar en lagðar voru fram bæði breytingar á lögum sem og breytingar á skiptingu lottótekna. UMSB hefur unnið ötullega að stefnumótun undanfarið ár og lágu tillögur fyrir þinginu sem unnið hefur verið að.
Nánar ...
10.03.2014

Alda Kolbrún Helgadóttir heiðruð á ársþingi UMSK

Alda Kolbrún Helgadóttir heiðruð á ársþingi UMSK90. ársþing UMSK var haldið í Laugardalshöllinni 27. febrúar síðastliðinn.Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins. Tveir stjórnarmenn, þau Ester Jónsdóttir og Albert Valdimarsson, gengu úr stjórn eftir meira en tuttugu ára setu. Alda Kolbrún Helgadóttir gaf heldur ekki kost á sér en hún hefur setið í stjórn UMSK síðan 2008. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ heiðraði við þetta tækifæri Öldu Kolbrúnu með Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
10.03.2014

Helga Steinunn og Gunnar sæmd Silfurmerki ÍSF

Helga Steinunn og Gunnar sæmd Silfurmerki ÍSFPetur Elias Petersen forseti Íþróttasambands Færeyja (ÍSF) sæmdi í dag Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkera ÍSÍ Silfurmerki Íþróttasambands Færeyja fyrir gott samstarf og stuðning við íþróttahreyfinguna í Færeyjum.
Nánar ...
10.03.2014

Heimsókn frá Íþróttasambandi Færeyinga

Heimsókn frá Íþróttasambandi FæreyingaPetur Elias Petersen forseti Íþróttasambands Færeyja (ÍSF), Petur Ove Petersen varaforseti, Anna Rein úr stjórn, Jarvin Feilberg Hansen starfsmaður og Annika H. Lindenskov starfsmaður áttu vinnufund með framkvæmdastjóra og starfsfólki ÍSÍ á föstudaginn síðastliðinn.
Nánar ...
05.03.2014

Ólafur Oddur endurkjörinn formaður GLÍ

Ólafur Oddur endurkjörinn formaður GLÍ50. ársþing Glímusambands Íslands var haldið laugardaginn 1.mars 2014 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ársþingið gekk vel fyrir sig og var mæting ágæt en um 25 manns sóttu þingið. Þingforseti var Sigmundur Stefánsson og þingritari var Jón M. Ívarsson.
Nánar ...
03.03.2014

Starfsamt ársþing UMSS

Starfsamt ársþing UMSSUngmennasamband Skagafjarðar hélt ársþing sitt í Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 2. mars síðastliðinn og var þingið að þessu sinni í boði Hestamannafélagsins Svaða. Þingið var í meira lagi starfsamt enda alls um 19 tillögur sem lágu fyrir þinginu. Tillögurnar hlutu sumar hverjar heilmikla umræðu, bæði inni í nefndarstörfum og í þingsal að þeim loknum.
Nánar ...