Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17

06.09.2013

Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014

Þann 6. febrúar 2014 hefst keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi, en forkeppni á snjóbrettum (slopestyle) hefst þá á Rosa Khutor Extreme Park svæðinu.
Nánar ...
06.09.2013

Ólympíuhópur – Sochi 2014

Ólympíuhópur – Sochi 2014Eftir fimm mánuði fara Vetrarólympíuleikar fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf. Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur tilnefnt Ólympíuhóp sambandsins, en hann skipa þeir íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á leikunum og taka þátt í landsliðsverkefnum SKÍ á komandi vetri.
Nánar ...
05.09.2013

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing 13. september

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing 13. septemberGagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val. Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefsins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Samhliða formlegri opnun Hreyfitorgs mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands taka við umsjón vefsins úr höndum Embættis landlæknis. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils). Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað. Opnun Hreyfitorgs fer fram í upphafi málþingsins, sem stendur frá kl. 14:00 – 16:15. Þátttaka í opnuninni og málþinginu er án endurgjalds en skrá þarf þátttöku. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráning eru á heimasíðu Embættis landlæknis.
Nánar ...
04.09.2013

Göngum í skólann 2013 hafið

Göngum í skólann 2013 hafiðGöngum í skólann var sett formlega í morgun í Álftanessskóla. Verkefnið er nú haldið í sjöunda sinn hér á landi. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði við setninguna og ræsti verkefnið formlega.
Nánar ...
04.09.2013

Samkeppni um hönnun verðlaunagripa YOG 2014

Samkeppni um hönnun verðlaunagripa YOG 2014Alþjóðaólympíunefndin hefur hrundið af stað samkeppni um hönnun á framhlið verðlaunapeninga fyrir Sumarólympíuleika ungmenna (YOG) sem haldnir verða í Nanjing í Kína á næsta ári. Samkeppnin er öllum opin og verður hægt að senda inn tillögur sínar í gegnum eftirfarandi vefslóð þar til 30. nóvember 2013: http://www.medaldesigncompetition.com/ Vinningstillagan verður notuð á framhlið gull-, silfur- og bronsverðlauna leikanna.
Nánar ...
02.09.2013

Fjölbreytt efni á heimasíðunni

Ýmsar upplýsingar og fræðsluefni er að finna hér á heimasíðu ÍSÍ sem nýtast geta foreldrum, þjálfurum og stjórnendum íþróttafélaga og héraðssambanda.
Nánar ...
29.08.2013

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppniHjólum í skólann er nýtt verkefni á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ þar sem framhaldsskólar landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla. Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16. - 20. september 2013 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hafkvæmum samgöngumáta. Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi
Nánar ...
28.08.2013

Sumarfjarnámi 1. stigs lokið með frábærri þátttöku!

Sumarfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið með frábærri þátttöku verðandi eða starfandi þjálfara á öllum aldri. Alls hófu 45 nemendur námið og komu þeir frá fjölda íþróttagreina og eru búsettir víða um land. Mikið og lærdómsríkt spjall var á spjallsvæði námsins allan tímann. Það er von ÍSÍ að nemendur standi nú mun betur að vígi hvað varðar íþróttaþjálfun og áframhaldandi nám í þjálfaramenntun.
Nánar ...
28.08.2013

Göngum í skólann hefst 4. september

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í sjöunda sinn miðvikudaginn 4. september næst komandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Á vef Samgöngustofu má lesa frétt um mikilvægi þess að kenna börnum á umferðina, en þar eru meðal annars talin upp 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn hafi í huga og fræði börnin sín um. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 63 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árin, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26. Þeir skóla sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann þurfa að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á orvar@isi.is í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 28. ágúst. Ekkert kostar að skrá sig. Að Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Nánar ...
16.08.2013

Heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hefur það meðal annars að markmiði að efla hreyfingu og heilbrigða lífshætti hjá landsmönnum á öllum aldri. Helstu verkefni sviðsins veturinn 2013 – 2014 eru: Göngum í skólann, hvatning til grunnskóla sem stendur yfir frá 4. september – 3. október. Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í fyrsta skipti dagana 16. – 20. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna sem stendur yfir frá 16. – 22. september. Lífshlaup framhaldsskólanna fer fram í annað skiptið dagana 3. – 16. október. Vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins hefst 5. febrúar, Hjólað í vinnuna verður ræst 7. maí og Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í júní en Kvennahlaupið verður 25 ára árið 2014. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðum þeirra og hér á heimasíðu ÍSÍ undir Almenningsíþróttasvið.
Nánar ...
30.07.2013

Heimsmeistara fagnað

Heimsmeistara fagnaðÍslensku keppendurnir sem tóku þátt í Heimsmeistaramóti fatlaðra íþróttamanna í Lyon í Frakklandi eru komin aftur til landsins. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ tóku á móti íslenska hópnum í Leifsstöð á sunnudag og færðu þeim blóm.
Nánar ...