Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.10.2018 - 14.10.2018

Ársþing LH 2018

Ársþing Landssambands hestamanna verður...
26

09.04.2013

"Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum"

Í dag var haldinn hádegisfundur um lyfjamál í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal sem bar yfirskriftina "Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum". Fyrirlesari var Dr. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ.
Nánar ...
06.04.2013

71. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið 19. og 20. apríl 2013

Lokafrestur til að skila inn tillögum til lagabreytinga og önnur mál sem óskast tekin fyrir á Íþróttaþingi, rann út 22. mars sl. Hér á heimasíðunni er hægt að nálgast allar tillögurnar sem lagðar verða fyrir þingið, bæði frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og innsendar tillögur frá sambandsaðilum.
Nánar ...
05.04.2013

"Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum"

Þriðjudaginn 9. apríl stendur fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ fyrir hádegisfundi í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tengt lyfjamisnotkun í íþróttum.
Nánar ...
02.04.2013

Ingvar áfram formaður ÍBR

Ingvar áfram formaður ÍBR46. þing ÍBR var haldið dagana 21. og 22. febrúar sl. Tæplega 100 fulltrúar mættu til þings. Tvær tillögur fengu mikla umræðu og þurfti að telja atkvæði til að fá niðurstöðu. Annarsvegar var það tillaga um umsókn um aðild að UMFÍ sem mikið var rætt um og hinsvegar lagabreytingartillaga sem kemur í veg fyrir að framkvæmdastjórar félaga geti boðið sig fram í stjórn ÍBR.
Nánar ...
02.04.2013

Ársþing USVH

Ársþing USVHÞing USVH var haldið 20. mars síðastliðinn. Góð mæting þingfulltrúa var á þingið og var það starfssamt. Garðar Svansson, fulltrúi ÍSÍ á þinginu, flutti kveðju frá Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsmönnum ÍSÍ.
Nánar ...
25.03.2013

Kraftur í vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs almenns hluta er nú í fullum gangi. Nemendur skila lokaverkefnum sínum eftir páska og ljúka þar með tilskyldum réttindum til íþróttaþjálfunar. Góð þátttaka er í fjarnáminu og munu um 30 nemendur ljúka námi 1. stigs.
Nánar ...
24.03.2013

Viðvörun frá WADA

Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA hefur orðið vart við efni kallað GW501516 sem er selt á svörum markaði og beint að íþróttamönnum. Aukaverkanirnar af þessu efni eru svo alvarlegar að WADA hefur tekið það sjaldgæfa skref að aðvara ,,svindlara” og gefið út viðvörun vegna þessa sérstaklega hættulega efnis sem virðist vera í umferð og greinst hefur í sýnum hjá íþróttafólki nú þegar.
Nánar ...
19.03.2013

Guðbergur kjörinn formaður AKÍS

Guðbergur kjörinn formaður AKÍSFyrsta reglulega ársþing Akstursíþróttasambands Íslands var haldið laugardaginn 16. mars í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sambandið var stofnað 20. desember 2012 og varð þar með 29. sérsamband ÍSÍ.
Nánar ...
19.03.2013

Nýr formaður kjörinn hjá UMSS

Nýr formaður kjörinn hjá UMSS93 ársþing UMSS var haldið í Félagsheimilinu Melsgili sunnudaginn 17. mars síðastliðinn. Ný stjórn var kjörin á þinginu og var Jón Daníel Jónsson kjörinn formaður sambandsins en aðrir stjórnarmenn eru Rúnar Vífilsson, Heiðrún Jakobínudóttir, Guðríður Magnúsdóttir og Guðmundur Þór Elíasson.
Nánar ...
19.03.2013

Fréttir frá ársþingi UMSE

Fréttir frá ársþingi UMSEÞing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið laugardaginn 16. mars í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Ágæt mæting var á þingið en af mættum fulltrúum voru yfir 60% að koma í fyrsta skipti á þing UMSE. Á þinginu voru samþykktar breytingar á lögum félagsins ásamt reglugerðum um íþróttamenn og afrekssjóð.
Nánar ...
19.03.2013

Ungir þátttakendur til Ólympíu

Ungir þátttakendur til ÓlympíuÁrlega sendir ÍSÍ tvo þátttakendur á námskeið ungra þátttakenda til Ólympíu í Grikklandi, karl og konu. Auglýst var eftir umsóknum einstaklinga á aldrinum 20-35 ára og var áhuginn að þessu sinni talsverður. Þau sem urðu fyrir valinu voru Anna Rún Kristjánsdóttir og Sigurður Orri Hafþórsson. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympíuarfleifðin auk þess sem fjallað er um styrkingu ólympíuhugsjónarinnar með nýjum kynslóðum barna og ungmenna. Námskeiðið fer fram í frá 11.-25. júní.
Nánar ...