Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17

04.03.2013

Eftirlit með fæðubótarefnum

Eftir að fæðubótarefni voru skilgreind sem matvæli tók Matvælastofnun við eftirliti með innflutningi fæðubótarefna. Á markaði fara heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga með eftirlit og Matvælastofnun samræmir eftirlitið.
Nánar ...
01.03.2013

Árangursríkt Lífshlaup

Árangursríkt LífshlaupVerðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í dag. Fulltrúar frá 12 skólum tóku á móti verðlaunum fyrir frammistöðu sína í grunnskólakeppninni þar sem keppt var um fjölda daga. Einnig tóku fulltrúar frá 30 vinnustöðum á móti sínum verðlaunum fyrir frammistöðu sína í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins þar sem keppt var um að
Nánar ...
01.03.2013

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins í dag

Nú er hvatningarleik grunnskólanna og vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu í ár lokið og var þátttakan frábær. Verðlaunaafhending fer fram í dag, föstudaginn 1. mars kl: 12:10-13:00 í hátíðarsal KSÍ 4. hæð í Laugardalnum. Liðsstjórum er boðið að taka með sér 2-3 liðsmenn og þiggja léttar veitingar í boði Ávaxtabílsins.
Nánar ...
28.02.2013

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram á morgun, föstudaginn 1. mars, kl. 12:10 - 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í vinnustaðakeppninni fyrir hlutfall daga og mínútna og í grunnskólakeppninni fyrir hlutfall daga. Staðfest úrslit í grunn- og vinnustaðakeppni Lífshlaupsins má finna með því að smella hér.
Nánar ...
26.02.2013

Nýtt þátttökumet

Nýtt þátttökumetLokadagur vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er í dag, þriðjudaginn 26. febrúar. Nýtt þátttökumet var slegið í ár þar sem um 20.600 þátttakendur eru skráðir í grunnskóla- og vinnustaðakeppninni í ár. Mikil spenna er á milli efstu vinnustaða og skóla í öllum flokkum.
Nánar ...
25.02.2013

Ársþingi Siglingasambands Íslands lokið

Ársþingi Siglingasambands Íslands lokiðÁrsþing Siglingasambands Íslands fór fram laugardaginn 23. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þessu ári eru 40 ár liðin frá stofnun sambandsins og í ræðu Úlfs Hróbjartssonar formanns SÍL kom fram að þó að margt hefði áunnist í starfsemi siglingaíþrótta á þessum 40 árum þá stæði íþróttin enn frammi fyrir stórum áskorunum, ekki síst í aðstöðumálum.
Nánar ...
25.02.2013

Nýr formaður Íþróttabandalags Suðurnesja

Nýr formaður Íþróttabandalags SuðurnesjaÁrsþing Íþróttabandalags Suðurnesja fór fram í Golfskálanum í Grindavík 18. febrúar síðastliðinn. Þingið var vel sótt og áttu öll virk félög í sambandinu þar fulltrúa. Gunnlaugur Hreinsson sem hefur verið formaður sambandsins með hléum í 20 ár, nú síðast samfellt í 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nánar ...
22.02.2013

Foreldrar

Undirritaður hefur verið þátttakandi í íþróttahreyfingunni meira og minna frá barnæsku, í flestum þeim hlutverkum sem hreyfingin hefur upp á að bjóða – allt frá því að vera iðkandi í yngstu aldursflokkum, frá því að njóta þeirra forréttinda að vera keppandi fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi, og til þess að sinna stjórnunarstörfum í efsta lagi stjórnkerfisins.
Nánar ...
21.02.2013

Brasov 2013 - Fjórði keppnisdagur

Brasov 2013 - Fjórði keppnisdagurÍ dag var fjórði keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Íslensku keppendurnir tóku þátt í listhlaupi á skautum, svigi pilta sem og í sprettgöngu pilta og stúlkna.
Nánar ...
20.02.2013

EYOWF - Brasov 2013 - Þriðji keppnisdagur

EYOWF - Brasov 2013 - Þriðji keppnisdagurÍ dag var þriðji keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Íslensku stúlkurnar í alpagreinum og listhlaupi á skautum kepptu í dag, en frí var hjá keppendum í skíðagöngu.
Nánar ...
19.02.2013

Fréttir frá Brasov

Í dag hélt keppnin áfram á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar og Jónína Kristjánsdóttir kepptu í 5km skíðagöngu stúlkna og varð Jónína í 58. sæti á 331,45 punktum og Elena Dís í 59. sæti á 363,87 punktum. 68 stúlkur voru skráðar til keppni.
Nánar ...
18.02.2013

Brasov 2013 – Fyrsti keppnisdagur

Brasov 2013 – Fyrsti keppnisdagurÍ dag hófst keppni á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar hóf keppni í 7,5km skíðagöngu stúlkna og var ræst fyrst af 69 keppendum og Jónína Kristjánsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar var ræst sjötta í röðinni.
Nánar ...