Beint á efnisyfirlit síðunnar
Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Á döfinni

24.01.2019 - 03.02.2019

RIG -...

Reykjavik International Games (RIG) -...
17

09.01.2013

Vorfjarnám 1. stig ÍSÍ hefst 11. febrúar.

Vorfjarnám 1. stig ÍSÍ hefst 11. febrúar.Vorfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 11. febrúar næstkomandi. Námið er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi. Um er að ræða 8 vikna nám sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár enda grunnur að áframhaldandi námi í íþróttaþjálfun í hvaða íþróttagrein sem er.
Nánar ...
08.01.2013

Bjarni og Vala í Heiðurshöll ÍSÍ

Bjarni og Vala í Heiðurshöll ÍSÍÞann 29. desember síðastliðinn var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í annað sinn. Bjarni Ásgeir Friðriksson júdókappi og Vala Flosadóttir stangarstökkvari voru útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ en þar fyrir var Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður sem útnefndur var fyrstur allra í Heiðurshöllina á 100 ára afmæli ÍSÍ 28. janúar sl. Bjarna og Völu þarf vart að kynna en þau eru bæði verðlaunahafar í sinni íþrótt á Ólympíuleikum ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á mótum, bæði innanlands sem utan. Bæði áttu þau afar farsælan keppnisferil og eru miklar fyrirmyndir. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri af þeim Völu, Vilhjálmi og Bjarna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Völu og Bjarna innilega til hamingju með útnefninguna.
Nánar ...
08.01.2013

Umf. Tindastóll fær rútu að gjöf

Það hefur verið mikil umferð á umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga síðustu vikurnar en frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn rann út á miðnætti í gær. Ferðakostnaður íþróttafélaga á hverju rekstrarári er gríðarlegur og sligandi stærð í rekstri margra félaga. Því er gleðilegt að fá fréttir af góðum stuðningi við félögin í landinu, líkt og þá frétt sem barst í síðustu viku um fólksflutningsbifreiðina sem FISK-Seafood ehf gaf Umf. Tindastóli til nota í keppnisferðum á vegum félagins. Nánari upplýsingar um málið er að finna hér. ÍSÍ óskar félaginu til hamingju með nýju bifreiðina og vonar að hún eigi eftir að nýtast félaginu vel í framtíðinni.
Nánar ...
07.01.2013

Ferðasjóður íþróttafélaga - síðasti skiladagur umsókna

Nú líður að lokum skilafrests umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga. Síðasti skiladagur umsókna er í dag, mánudaginn 7. janúar. Umsóknarsvæðið verður opið til miðnættis. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ eru hvött til að sækja um styrk í sjóðinn vegna keppnisferða ársins 2012.
Nánar ...
04.01.2013

Lífhlaupsárið á lokasprettinum.

Lífshlaupið er 5. ára gamalt verkefni sem stuðlar að aukinni hreyfingu hjá einstaklingum. Fyrsta miðvikudag í febrúar ár hvert hefst Lífshlaupsárið og jafnframt því hefst liðakeppni vinnustaða og stendur í 3. vikur og hvatningaleikur grunnskólana sem stendur í 2. vikur. Samhliða þessum keppnum stendur yfir einstaklingskeppni sem er í eitt ár.
Nánar ...
30.12.2012

Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012

Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012Það var mikið um dýrðir í Gullhömrum í Grafarholti í kvöld þegar Aron Pálmarsson handknattleiksmaður var útnefndur íþróttamaður ársins 2012. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var í öðru sæti í kjöri íþróttafréttamanna að þessu sinni og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni var í þriðja sæti.
Nánar ...
28.12.2012

Íþróttamaður ársins 2012

Íþróttamaður ársins 2012Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2012. Hófið verður haldið í Gullhömrum, Grafarholti, Reykjavík, laugardaginn 29. desember 2012 og hefst kl. 18:00. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna/-íþróttakvenna sérgreina íþrótta og útsendingu Sjónvarpsins þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2012 verður lýst.
Nánar ...
23.12.2012

Gleðileg jól

Gleðileg jólÍþrótta- og ólympíusamband Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Nánar ...
21.12.2012

Haustfjarnámi 1. stigs lokið

Haustfjarnámi 1. stigs lokiðHaustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið. Alls luku 22 þjálfarar námi að þessu sinni og komu þeir frá hinum ýmsu íþróttagreinum og búa vítt og breytt um landið, m.a. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Selfossi og Vestmannaeyjum. Meðal íþróttagreina sem þjálfararnir koma frá eru körfuknattleikur, handknattleikur, fimleikar, klifur, skíðaíþróttir, kraftlyftingar, sund, badminton, taekwondo og siglingar.
Nánar ...
21.12.2012

Nýtt sérsamband innan vébanda ÍSÍ

Nýtt sérsamband innan vébanda ÍSÍStofnþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Stjórn sambandsins skipa Lárus Blöndal, sem kjörinn var formaður sambandsins, Ari Jóhannsson, Tryggvi M. Þórðarson, Ragnar Róbertsson, Gunnar Hjálmarsson, Guðbergur Reynisson, Ólafur Guðmundsson og Björgvin Ólafsson. Með stofnun Akstursíþróttasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 29 að tölu.
Nánar ...