Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.07.2019 - 27.07.2019

EYOF 2019 - Bakú

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakú í...
20

07.06.2019

Forsýning á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Forsýning á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍÍ gær var boðið til forsýningar á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem gerð var í tilefni af 30 ára sögu hlaupsins. Myndin var sýnd í Laugarásbíó þar sem margt af forsvarsfólki hlaupsins var mætt ásamt góðum gestum. Myndin fangar sögu hlaupsins undanfarin 30 ár á skemmtilegan hátt og eiga Arnar Þórisson og Stefán Drengsson þakkir skilið fyrir vel unnin störf. Allir fá tækifæri til að horfa á þessa skemmtilegu og merku heimildarmynd á annan í Hvítasunnu á RÚV kl.19:40.
Nánar ...
06.06.2019

Áherslan á samstöðu kvenna

Áherslan á samstöðu kvenna Þann 15. júní nk. fer Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Í ár fer hlaupið fram í þrítugasta skipti, en fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Í dag er áherslan ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum. Hlaupið er ár­viss viðburður hjá mörgum konum sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hóp­inn.
Nánar ...
04.06.2019

Viltu verða þjálfari?

Viltu verða þjálfari?Sumarfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
03.06.2019

Hrafnhildur og Matthías flogin út til Ólympíu

Hrafnhildur og Matthías flogin út til ÓlympíuÁr hvert er tveimur einstaklingum boðið að taka þátt í námskeiði í Ólympíu á vegum Ólympíuakademíunnar. Auglýst var eftir umsóknum og urðu tveir fyrir valinu, einn af hvoru kyni. Í þetta sinn voru þau Hrafnhildur Lúthersdóttir úr sundi og Matthías Heiðarsson úr frjálsum valin til fararinnar.
Nánar ...
03.06.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...
03.06.2019

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - 15. júní

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - 15. júníSjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram 15. júní 2019. Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á land­inu en þetta er í þrítug­asta skiptið sem Kvenna­hlaupið er haldið. Hlaupastaði 2019 má sjá hér á vefsíðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.
Nánar ...
02.06.2019

Smáþjóðaleikunum 2019 slitið

Smáþjóðaleikunum 2019 slitiðKeppni á Smáþjóðal­eik­un­um 2019 í Svartfjallalandi lauk í dag. Lokahátíðin fór fram í leikaþorpinu í kvöld og Anton Sveinn Mckee, sundmaður, var fána­beri fyrir hönd Íslands. Hátíðin hófst á því að íþróttafólk í blaki og körfuknattleik fékk sín verðlaun afhend. Íslenska íþróttafólkið var glæsilegt á sviðinu í verðlaunaafhendingunni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og forseti Evrópusambands Ólympíunefnda voru viðstaddir lokaathöfnina ásamt háttsettum gestum frá Svartfjallalandi. Leikunum var slitið með kraftmikilli flugeldasýningu.
Nánar ...
01.06.2019

Ísland í 3. sæti verðlaunatöflunnar

Ísland í 3. sæti verðlaunatöflunnarÍsland hafnaði í 3. sæti á verðlaunatöflu Smáþjóðaleikanna 2019 með 54 verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Lúx­em­borg trónir á toppi töflunnar með 76 verðlaun, þarf af 26 gull. Kýp­ur var í 2. sæti með 64 verðlaun. Mónakó var í 4. sæti með 47 verðlaun.
Nánar ...
01.06.2019

Anton Sveinn fánaberi íslenska hópsins

Anton Sveinn fánaberi íslenska hópsinsLokahátíð Smáþjóðaleikanna 2019 hefst kl. 22.00 í kvöld (kl.20 ísl.) og stendur í um hálftíma. Fánaberi íslenska hópsins verður sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Anton vann til fernra gullverðlauna á leikunum, sem er glæsilegur árangur. Hann vann 50 metra, 100 metra og 200 metra bringusund.
Nánar ...
01.06.2019

Forseti IOC á Smáþjóðaleikum

Forseti IOC á SmáþjóðaleikumForseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, heimsótti leikaþorp Smáþjóðaleikanna í dag í fylgd Dusan Simonovic, forseta Ólympíunefndar Svartfjallalands og Igor Vusurovic, framkvæmdastjóra leikanna 2019.
Nánar ...
01.06.2019

Landslið karla í blaki hefur lokið leik

Landslið karla í blaki hefur lokið leikKarlalandsliðið í blaki spilaði sinn síðasta leik í dag á móti Kýpur á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið hafði ekki unnið leik á mótinu fyrir leikinn, en tekið eina hrinu í þeim öllum.
Nánar ...