Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Hreyfum okkur saman

04.06.2013

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 8. júní. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni.

Slagorð Kvennahlaupsins í ár er „Hreyfum okkur saman“ í tilefni af samstarfi Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ við styrktarfélagið Göngum saman. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á og í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á hreyfingu sem forvörn og heilsueflingu.  Árlega greinast um 195 konur á Íslandi með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein meðal kvenna. 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Árið 2012 veiti Styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknaraðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þeirri styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum.

Nánari upplýsingar um Göngum saman má nálgast hér en upplýsingar um Kvennahlaupið og hlaupastaði má finna á www.sjova.is og á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ.