Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Jón Arnór íþróttamaður ársins 2014

04.01.2015

Á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær, var Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður útnefndur Íþróttamaður ársins 2014. Þetta er í 59. sinn sem Sam­tök íþróttaf­rétta­manna standa fyr­ir vali á íþrótta­manni árs­ins og Jón Arn­ór er ann­ar körfuknatt­leiksmaður­inn í sögu kjörs­ins sem hlýt­ur þessa viður­kenn­ingu.

Jón Arn­ór er leikmaður spænska liðsins Unicaja Málaga. Hann hlaut 435 at­kvæði af 480 mögu­leg­um. Í öðru sæti varð knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson, leikmaður Sw­an­sea, með 327­ at­kvæði og í þriðja sæti hafnaði hand­knatt­leiksmaður­inn Guðjón Val­ur Sig­urðsson, leikmaður Barcelona, með 303 at­kvæði.

Í þriðja sinn tilnefndu Samtök íþróttafréttamanna þjálfara ársins og lið ársins. Þjálfari ársins er Rúnar Páll Sig­munds­son, þjálf­ari Íslands­meist­araliðs Stjörn­unn­ar í knatt­spyrnu, og lið ársins er landslið Íslands í körfuknattleik.

Tveir einstaklingar voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ, þeir Ásgeir Sig­ur­vins­son knattspyrnumaður og Pét­ur Guðmunds­son körfuknattleiksmaður.

Einnig voru viðurkenningar ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta afhendar.