Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Setningarhátíð EYOWF 2015

24.01.2015

Setningarathöfnin fer fram í mannvirki sem notað verður fyrir keppni í skíðastökki meðan á leikunum stendur. Eins og á öðrum Ólympískum viðburðum hefst athöfnin á inngöngu íþróttamanna og við setninguna verður Ólympíueldurinn tendraður sem loga mun meðan á leikunum stendur.

Fánaberi við setningarathöfnina verður Andrea Björk Birkisdóttir keppandi í alpagreinum. Setningarathöfnin hefst kl. 19.30 að staðartíma (18.30 að íslenskum tíma). Athöfnin verður sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi og samtímis á netinu, slóðin er: http://www.vol.at/laendletv

Keppni hefst svo í fyrramálið, þeir sem keppa á morgun eru: Arnar Birkir Dansson í stórsvigi; Albert Jónsson og Dagur Benediktsson í 10 km klassískri göngu drengja; Kristín Valdís Örnólfsdóttir í listhlaupi á skautum - stuttu prógrammi.