Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Guðný erndurkjörin í embætti formanns UÍF

17.05.2015

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fór fram í vallarhúsinu í Ólafsfirði miðvikudaginn 13. maí sl.
Lögð var fram árskýrsla og ársreikningar. Í ársskýrslunni er farið yfir verkefni síðasta árs og má segja að starfið hafi verið nokkuð blómlegt. Tap var á rekstri UÍF á síðasta ári upp á rúmar 6.2 milljónir og eru helsta ástæða þess þær endurbætur sem UÍF þurfti að fara í að Hóli eftir brunann sem þar varð í október 2013.
Á þinginu voru þau Guðný Helgadóttir formaður UÍF og Andrés Stefánsson þjálfari SSS sæmd starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og Skíðafélags Siglufjarðar.
Í lok þings var stjórnarkjör. Guðný var ein í framboði til formanns og því réttkjörin. Aðrir sem hlutu kosningu í stjórn voru þau Óskar Þórðarson, Þórarinn Hannesson, Helga Hermannsdóttir og Ásgrímur Pálmason.

Þórey Edda Elísdóttir úr varastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur frá forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsfólki.