Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Guðný Stefanía endurkjörin

27.05.2015

Guðný Stefanía Stefánsdóttir var endurkjörin formaður Héraðssambands Vestfjarða á þingi sambandsins, sem haldið var í Félagsheimilinu á Þingeyri 20. maí síðastliðinn.
Um 50 manns sóttu þingið sem var í umsjón Íþróttafélagsins Höfrungs. Ný reglugerð fyrir afrekssjóð HSV var kynnt á þinginu og var hún samþykkt. Helsta markmið sjóðsins er að styðja enn betur við unga og efnilega íþróttamenn.
Hildur Elísabet Pétursdóttir og Ingi Björn Guðnason voru kjörin ný inn í stjórn sambandsins en fyrir voru þau Pétur G. Markan og Birna Jónasdóttir sem gáfu kost á sér áfram. Í varastjórn sitja Sigurður Erlingsson, Jóhann Króknes Torfason og Elín Marta Eiríksdóttir.
Veitt voru silfurmerki HSV fyrir gott og óeigingjarnt starf innan íþróttahreyfingarinnar.  Merkin hlutu Harpa Grímsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Þorgerður Karlsdóttir frá Blakfélaginu Skelli, Gunnar Þór Sigurðsson, Jónas Gunnlaugsson, Sigurður Erlingsson og Þórunn Pálsdóttur frá Skíðafélagi Ísfirðinga og Hannes Hrafn Haraldsson, Hildur Elísabet Pétursdóttir og Stella Hjaltadóttur frá Boltafélagi Ísafjarðar.