Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Úthlutun úr Íþróttasjóði ríkisins

01.02.2016

Búið er að úthluta styrkjum úr Íþróttasjóði ríkisins. Íþróttanefnd ríkisins bárust alls 132 umsóknir að fjárhæð rúmlega 149 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2016. Alls voru 84 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að fjárhæð um 79 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni  voru 37 að fjárhæð um 41 m. kr. og  umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 11 að fjárhæð um 29 m. kr. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur íþróttanefndar um styrkveitingar árið 2016 úr Íþróttasjóði. Tillaga um heildarúthlutun fyrir árið 2016 er 15.500.000 kr.

Styrkirnir dreifast þannig milli flokka:  Aðstaða: 9.500.000 kr., fræðsla og útbreiðsla 2.500.000 kr. og rannsóknir 3.500.000 kr., eða samtals 15.500.000 kr.  Skiptingu styrkja má sjá með því að smella hér.

ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að sækja um styrki í Íþróttasjóð ríkisins en frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is.