Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Í nógu að snúast í Ríó

08.02.2016

Það er í nógu að snúast í Ríó við undirbúning fyrir Ólympíuleikana sem hefjast 5. ágúst næstkomandi. Helstu verkefni þessa dagana eru meðal annars:

  • Velja 12.000 sjálfboðaliða til að aðstoða við setningar- og lokahátíð leikanna.
  • Undirbúa flutning 800 báta fyrir siglingakeppnina.
  • Undirbúa flutning 315 hrossa fyrir keppni í hestaíþróttum.
  • Setja upp öll tæki og búnað í mötuneyti Ólympíuþorpsins en þar verða framreiddir 60.000 matarskammtar á hverjum degi leikanna. Mötuneytið verður 25.000 fermetrar að stærð.
  • Gera öll íþróttamannvirki klár, ásamt mannvirkjum sem hýsa fjölmiðla.
  • Gera Ólympíuþorpið klárt fyrir íþróttafólkið og aðstoðarfólk þess.
  • Ljúka við gerð verðlaunapeninga og einkennisfatnaðar
  • Ljúka við að útsetja lag leikanna

Undirbúningur og framkvæmd Ólympíuleika er risavaxið verkefni og ofangreind verkefni aðeins nokkur af fjölmörgum sem unnin verða fram að leikum. Í febrúar verður farið að prenta miða á leikana og þá verða öll mannvirki prófuð með æfingaviðburðum. Næstu fimm mánuði munu verða haldnir 25 slíkir viðburðir í íþróttamannvirkjum leikanna í Ríó. Ólympíueldur leikanna verður síðan tendraður í Ólympíu í Grikklandi 21. apríl næstkomandi.