Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Hjólað í vinnuna hófst í morgun!

04.05.2016Hjólað í vinnuna var sett í 14. sinn í morgun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi fluttu stutt hvatningarávörp áður en þau settu verkefnið með táknrænum hætti og hjóluðu af stað ásamt gestum. Hægt er að sjá myndir frá setnningahátíðinni hér.

Hjólað í vinnuna er vinnustaðakeppni sem stendur frá 4.- 24. maí. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu. Markmiðið er að allir á vinnustaðnum séu með. Betra er að taka þátt 1-2 yfir tímabilið en að gera ekki neitt. Með því að allir geri eitthvað þá auka þeir líkur á því að vinnustaðurinn lendi ofarlega í keppninni. Virkur ferðamáti er frábær kostur til þess að koma hreyfingu inn í daglega rútínu.

Meðan á verkefninu stendur verður dregið úr skráðum þátttakendum í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Örninn gefur glæsilega vinninga í þann leik og 26. maí verður einn heppinn aðili dreginn út og hlýtur hann hjól frá Erninum að verðmæti 100.000 kr.

Við hvetjum þátttakendur til þess að vera duglegt að taka myndir og deila þeim með okkur á Instagram og nota #hjoladivinnuna

Hjólað í vinnuna er á SnapChat undir hjoladivinnuna. Þar ætla nokkur fyrirtæki að leyfa okkur að fylgjast með stemmingunni hjá þeim.

Kaffitjöldin verða á sýnum stað í næstu viku 10.-13. maí. Þar bíður Kaffitár upp á rjúkandi heitt og gott kaffi, Ölgerðin upp á ískaldan Kristall, starfsmenn frá Erninum verða á staðnum ásamt fleirum.

Það er hægt að skrá sig til leiks alveg til 24. maí.

Þó svo að sumarið sé ekki alveg komið ennþá og heldur vetrarlegt um að lítast víðast hvar á landinu, þá er bara að klæða sig vel og hjóla af stað.