Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Frábær árangur á EM50

19.05.2016

Evrópumót LEN í 50 metra laug fer fram í Ólympíusundlauginni í London 16.-22. maí. Þeir þrír sundmenn sem þegar hafa náð Ólympíulágmörkum í sundi Hrafnhildur Lúthersdóttir, Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa verið að synda frábærlega og tryggja sig ítrekað inn í undanúrslit og úrslit í sínum greinum. Hápunktur mótsins til þessa hjá okkar fólki eru silfurverðlaun Hrafnhildar í 100 metra bringusundi í gær á tímanum 1:06,45 sem jafnframt er Íslandsmet í greininni. Bryndís Rún Hansen bætti árangur sinn í 50 og 100 metra flugsundi á mótinu og færðist með því nær takmarkinu um að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í ágúst.

Á sunnudaginn keppir kvennasveit Íslands í 4x100 metra fjórsundi. Þar gerir sveitin atlögu að því að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í Ríó. Hægt er að finna upplýsingar um Ólympíuleikana í Ríó og fræðast um þá íþróttamenn sem tryggt hafa sér keppnisrétt á svæði á heimasíðu ÍSÍ - sjá hér. Upplýsingar um mótið og fréttir af íslenska hópnum má finna á heimasíðu sundsambandsins www.sundsamband.is