Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Fulltrúar íþróttafólks kosnir

30.08.2016

Keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 kusu nýlega fjóra íþróttamenn sem fulltrúa íþróttafólks í framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar til næstu átta ára. Íþróttamennirnir eru Britta Heidemann, skylmingakona frá Þýskalandi, Seug-Min Ryu borðtennismaður frá Kóreu, Daniel Gyurta sundmaður frá Ungverjalandi og Yelena Isinbayeva frjálsíþróttakona frá Rússlandi. Íþróttamennirnir munu vinna náið með Alþjóðaólympíunefndinni, en til dæmis er brýnt að koma skoðun íþróttafólks á hinum ýmsu málefnum innan hreyfingarinnar á framfæri og þróa þannig Ólympíuhreyfinguna enn frekar. 

Kosningin fór fram í Ólympíuþorpinu, en 5.185 íþróttamenn kusu af þeim 11.245 sem höfðu kosningarétt.

Mynd / Getty Images.