Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Hópurinn kominn til Erzurum

12.02.2017

Þátttakendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar eru komnir í sínar vistarverur í þorpi leikanna í Erzurum í Tyrklandi. Ferðalagið tók heldur lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Vegna þoku var flug sem hópurinn átti á föstudagskvöldi frá Istanbul til Erzurum fellt niður. Hópurinn fékk inni á hóteli í nágrenni flugvallarins og hélt svo áfram um hádegi á laugardegi, hópurinn kom sér svo fyrir seinnipart laugardags í vistarverum sínum. Í dag sunnudag eru allir keppendur að skoða aðstæður og leggja lokahönd á undirbúning fyrir komandi keppni.

Á myndinni sem fylgir má sjá hópinn á leið í gegnum öryggisleit nokkuð sem búið er að ganga alloft í gegnum á undangengnum dögum, myndin er tekin á flugvellinum í Istanbul.

Leikarnir verða settir við hátíðlega athöfn í kvöld sunnudag.