Beint á efnisyfirlit síðunnar
Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Á döfinni

24.01.2019 - 03.02.2019

RIG -...

Reykjavik International Games (RIG) -...
17

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgöngu

13.02.2018

Í dag fór fram sprettganga karla á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Byrjað var á tímatöku sem er undankeppni fyrir úrslitin, en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak Stianson Pedersen var eini íslenski keppandinn sem tók þátt. Ræsti hann út nr.71 af alls 80 keppendum en ræst er út eftir stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu, en hann kom í mark á 3:24,57 mín­út­um og endaði í 55. sæti.  Hann fær 102.03 FIS punkta. Eru þetta hans bestu FIS punktar á ferlinum í sprettgöngu, en á heimslista er hann með 165.71 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða. 

30 efstu kepp­end­urn­ir fóru áfram í úr­slit­in og er Isak því úr leik. Ristom­atti Hakola frá Finn­landi hafnaði í 1. sæti í undan­keppn­inni á 3:08,54 sek­únd­um og Johann­es Hoes­flot Kla­e­bo í 2. sæti á 3:08,54 mín­út­um.

Næsti íslenski keppandinn í skíðagöngu verður Elsa Guðrún Jónsdóttir sem keppir í 10 km göngu með frjálsri aðferð fimmtudaginn 15. febrúar. Allar upplýsingar um þátttöku íslensku keppendana má sjá hér.