Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Íþróttafyrirlestrar á Akureyri

25.09.2019

Þann 26. september nk. fara fram þrír fyrirlestrar í Háskólanum á Akureyri um jákvæð samskipti í íþróttum. Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari, hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðsvegar um landið. Pálmar fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar og leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu. Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og hefur starfað sem körfuboltaþjálfari í 13 ár. 

Dagskrá:

Kl.16:30 - Fyrir íþróttaiðkendur á öllum aldri
Um jákvæð samskipti í íþróttum, ítrekað mikilvægi þess að vera góður liðsfélagi og ná því besta út úr liðsfélögunum sínum eða þeim sem æfa með manni.

Kl.17:30 - Fyrir foreldra barna og unglinga í íþróttum
Hvernig hægt er að vera fyrirmyndar foreldri í íþróttum, samskipti foreldra við börnin sín, þjálfara, dómara og hvort annað.

Kl.18:30 - Fyrir íþróttaþjálfara
Fyrirlesturinn sem hefur slegið í gegn hjá þjálfurum um jákvæð samskipti í starfi með ungmennum.

Frír aðgangur er á fyrirlestrana og allir velkomnir.

Fyrirlesturinn er samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Akureyrarbæjar, Heilsueflandi samfélags, Íþróttabandalags Akureyrar og Háskólans á Akureyri.