Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar

30.01.2020

Nú styttist í að nýtt lífshlaupsár hefjist, þann 5. febrúar. Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Á síðasta ári voru um 17 þúsund virkir þátttakendur í samtals um 500 skólum og vinnustöðum. Verkefnið miðar að því að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Lífhlaupið er góð byrjun á hreyfingu fyrir lífstíð.

Eftirfarandi keppnir eru hluti af Lífshlaupinu:

  • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
  • Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
  • Vinnustaðakeppni í þrjár vikur, 5. - 25. febrúar.
  • Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.

 

Helstu dagsetningar í Lífshlaupinu 2020

4. febrúar - Lífshlaupsárinu 2019-2020 lýkur í einstaklingskeppninni.

5. febrúar - nýtt Lífshlaupsár hefst í einstaklingskeppninni

5. febrúar - vinnustaða-, grunn- og framhaldsskólakeppnin hefst með setningarhátíð í Skarðshlíðarskóla

18. febrúar - grunn- og framhaldsskólakeppninni lýkur

19. febrúar - leyfilegt er að breyta starfsmannafjölda vinnustaða til og með 19. febrúar

25. febrúar - vinnustaðakeppninni lýkur

27. febrúar - skráningu hreyfingar í öllum keppnum lýkur kl. 12:00

28. febrúar - Verðlaunaafhending

Gangi ykkur vel og munið að „Enginn getur allt, en allir geta eitthvað“.