Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

20.05.2019

Aukin þátttakan ungmenna af erlendum uppruna

Aukin þátttakan ungmenna af erlendum upprunaFimmtudaginn 23. maí nk. standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir opnum viðburði um hvernig hægt er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Viðburðurinn fer fram kl. 15:30 – 16:45 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, í E-sal.
Nánar ...
20.05.2019

Ólafur, Kristín og Anna sæmd Gullmerki ÍSÍ

Ólafur, Kristín og Anna sæmd Gullmerki ÍSÍÓlafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi voru sæmd Gullmerki ÍSÍ við 40 ára afmælishóf Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór í Súlnasal á Radisson Blu Hótel Sögu þann 18. maí sl.
Nánar ...
20.05.2019

Þórður endurkjörinn formaður ÍF

Þórður endurkjörinn formaður ÍFSambandsþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) fór fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík þann 18. maí sl. Við þingið var Þórður Árni Hjaltested endurkjörinn formaður ÍF. Varaformaður er Jóhann Arnarson. Tveir nýjir stjórnarmeðlimir voru kosnir til stjórnar en það voru þau Eva Hrund Gunnarsdóttir og Geir Sverrisson og sitja þau í varastjórn ásamt Þóri Jónssyni. Í stjórn sitja fyrir Halldór Sævar Guðbergsson, Matthildur Kristjánsdóttir og Linda Kristinsdóttir. Úr stjórn gengu þau Margrét Geirrún Kristjánsdóttir og Jón Heiðar Jónsson.
Nánar ...
17.05.2019

Ársþing KLÍ

Ársþing KLÍSunnudaginn 12. maí s.l. var 26. Ársþing Keilusambands Íslands (KLÍ) haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. KFR sá að þessu sinni um að hýsa þingið og á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga nema Þórs. Á þinginu sátu sem áheyrnarfulltrúar tveir aðilar frá Íþróttafélaginu Ösp. Ekki lágu mörg mál fyrir þinginu en ljóst var að kjósa þurfti tvo aðalfulltrúa til tveggja ára í stjórn. Björgvin Helgi frá Þór gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en S. Unnur Vilhjálmsdóttir frá KFR gaf kost á sér. Hún ásamt Einari Jóel frá ÍA voru ein í framboði til aðalmanna í stjórn og voru því sjálfkjörin. Þrír gáfu kost á sér sem varamenn til eins árs og kom það í hlut Kjörnefndar að gera tillögu að röðun þeirra sem var samþykkt samhljóða en þeir eru í þessari röð: Stefán Ingi Óskarsson frá KFR, Stefán Claessen frá ÍR og Björn Kristinsson frá KR.
Nánar ...
17.05.2019

Íþróttasamband fatlaðra 40 ára í dag

Íþróttasamband fatlaðra 40 ára í dagÍ dag, föstudaginn 17. maí, fagnar Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður sambandið með afmælishóf á Radisson Blu Hóteli Sögu. Afmælisár sambandsins er þéttskipað, en fyrr á árinu fór stór hópur Íslendinga til Abu Dhabi til keppni á heimsleikum Special Olympics. Framundan hjá íslensku afreksfólki eru svo heimsmeistaramót í sundi, frjálsíþróttum, bogfimi og handahjólreiðum og fjöldamörg önnur verkefni sem gera 40 ára afmælisárið eitt það stærsta í sögu Íþróttasambands fatlaðra.
Nánar ...
16.05.2019

Myndaleikur Hjólað í vinnuna

Myndaleikur Hjólað í vinnunaHjólað í vinnuna hefur farið vel af stað og eru þátttakendur orðnir hátt í 6000 þetta árið. Vert er að minna þátttakendur á að það er skemmtilegur myndaleikur í gangi þar sem hægt er að vinna glæsilegan hjálm frá Nutcase. Hægt er að senda inn myndir í gegnum Instagram með myllumerkinu #hjoladivinnuna, á Facebook síðu Hjólað í vinnuna og í gegnum vefsíðu Hjólað í vinnuna. Einnig má senda inn myndbönd eða reynslusögur í gegnum vefsíðu Hjólað í vinnuna.
Nánar ...
15.05.2019

Hjólar þú í vinnuna? Skráðu þig til leiks

Hjólar þú í vinnuna? Skráðu þig til leiksHjólað í vinnuna fer fram dagana 8. - 28. maí. Yfir 5700 þátttakendur eru skráðir til leiks og enn er hægt að skrá sig og alla hreyfingu aftur í tímann. ÍSÍ hvetur fólk til að ganga í lið á sínum vinnustað eða stofna lið og hvetja vinnufélagana áfram. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra. Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta.
Nánar ...
15.05.2019

Kynningar á Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ

Kynningar á Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍSjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram 15. júní 2019 og á hlaupið 30 ára afmæli í ár. Í gær fór fram kynning á hlaupinu í Háskólanum í Reykjavík. Í dag fer fram kynning í Háskóla Íslands um og eftir hádegi. Einnig fer fram kynning á Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í Kringlunni um helgina. Liturinn á bolnum í ár er fagurbleikur.
Nánar ...
15.05.2019

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ Sumarfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
14.05.2019

Líflegar sögur um andlega seiglu

Líflegar sögur um andlega seigluÍ gær hélt Robert Weinberg, prófessor við Miami háskóla í Oxford í Ohio fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn bar heitið Mental Toughness: What Is It and How Can It Be Built sem mætti þýða sem Andleg seigla: Hvað er það og hvernig er hægt að kenna hana? Weinberg er einn fremsti íþróttasálfræðingur heims og höfundur bókarinnar Foundations of Sport and Exercise Psychology. Í fyrirlestri Weinberg kom fram að fjórir máttarstólpar andlegrar seiglu séu áhugahvöt, getan til að ráða við álag, sjálfstraust og einbeiting. Weinberg talaði um að rannsakendur væru sammála um ýmsa þætti sem tengdust hugtakinu og sem dæmi væru flestir sammála um að andleg seigla væri bæði meðfædd og áunnin. Þá sagði Weinberg frá rannsóknum sínum þar sem hann skoðaði hvaða aðferðum farsælir íþróttaþjálfarar hafa beitt til að þjálfa upp andlega seiglu hjá sínu íþróttafólki. Í niðurstöðunum kom fram að lykilatriði væri að skapa jákvætt andrúmsloft fyrir íþróttafólk til að þroskast í. Þá væri mikilvægt að þjálfarar fullvissuðu sig um að íþróttafólkið tileinkaði sér ákveðna andlega þætti og nefndi hann sjálfstraust, markmiðasetningu, einbeitingu, tilfinningastjórnun og vilja til að leggja sig fram. Robert Weinberg var líflegur í sínum fyrirlestri og kryddaði fræðin með líflegum sögum og dæmum af afreksíþróttafólki. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og þurfti að vísa fólki frá því ekki var pláss fyrir fleiri.
Nánar ...
14.05.2019

Þórhallur nýr formaður ÍHÍ

Þórhallur nýr formaður ÍHÍÁrsþing Íshokkísambands Íslands, Íshokkíþing, var haldið á Akureyri þann 11. maí síðastliðinn og þar var Þórhallur Viðarsson kosinn formaður.
Nánar ...
14.05.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...