Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

08.04.2019

Kennsla um íþróttahreyfinguna á Hólum

Kennsla um íþróttahreyfinguna á HólumSkrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri var með kennslu um íþróttahreyfinguna og helstu stefnur hennar fyrir nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum 5. apríl sl. Kennslan er liður í samstarfi ÍSÍ, Hólaskóla og Landssambands hestamannafélaga (LH) hvað varðar þjálfaramenntun og mat á henni. Farið var yfir uppbygginu og tilgang ÍSÍ, hlutverk sambandsins og sambandsaðila ásamt stefnum um þjálfaramenntun og barna- og unglingaíþróttir svo eitthvað sé nefnt.
Nánar ...
05.04.2019

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN98. Þing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldið 2. apríl sl. í Grunnskólanum á Reykhólum. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ.
Nánar ...
02.04.2019

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÍ dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu er farið yfir starf ÍSÍ síðastliðinna vikna. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á 30. ára afmæli á árinu og má sjá myndir frá hlaupinu síðan árið 1994. Fjölmörg ársþing sérsambanda og íþróttahéraða ÍSÍ hafa farið fram nýlega og sjá má þær heiðranir á vegum ÍSÍ sem fóru fram á þingum í mars. Farið er yfir næstu verkefni Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og ýmislegt fleira.
Nánar ...
01.04.2019

Skilafrestur framboða til kjörs framkvæmdastjórnar ÍSÍ

Skilafrestur framboða til kjörs framkvæmdastjórnar ÍSÍ74. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram í Gullhömrum Grafarholti í Reykjavík dagana 3.-4. maí nk. ​Samkvæmt 11. grein laga ÍSÍ skulu tilkynningar um framboð til forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar ÍSÍ berast til kjörnefndar Íþróttaþings eigi síðar en þremur vikum fyrir þingið, þ.e. 12. apríl næstkomandi.
Nánar ...