Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.04.2020 - 21.04.2020

Ársþing HHF 2020

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka verður...
4

08.04.2019

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAH

Allir þingfulltrúar mættir á þing USAHUngmennasamband Austur – Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt sunnudaginn 7. apríl sl. að Húnavöllum. Vel var mætt til þings þar sem allir þingfulltrúar frá virkum aðildarfélögum sem rétt höfðu til setu á þinginu voru mættir, alls 35 talsins. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og má þar nefna tillögu um endurskoðun stefnumótunar USAH. Tillagan var samþykkt og sem viðbót við tillöguna beindi þingið því til USAH að skoða vel möguleika á umsókn til ÍSÍ um viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Slík viðurkenning og þau atriði sem uppfylla þarf væru í raun hluti af góðri stefnumótun fyrir USAH. Virkilega góður andi var ríkjandi á þinginu og mikill samhljómur um starfið framundan. Rúnar Aðalbjörn Pétursson var kjörinn til áframhaldandi formannssetu með lófaklappi. 1. þingforseti var Pétur Pétursson og 2. þingforseti Guðrún Sigurjónsdóttir og stýrðu þau þinginu af þekkingu og öryggi. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
08.04.2019

Kennsla um íþróttahreyfinguna á Hólum

Kennsla um íþróttahreyfinguna á HólumSkrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri var með kennslu um íþróttahreyfinguna og helstu stefnur hennar fyrir nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum 5. apríl sl. Kennslan er liður í samstarfi ÍSÍ, Hólaskóla og Landssambands hestamannafélaga (LH) hvað varðar þjálfaramenntun og mat á henni. Farið var yfir uppbygginu og tilgang ÍSÍ, hlutverk sambandsins og sambandsaðila ásamt stefnum um þjálfaramenntun og barna- og unglingaíþróttir svo eitthvað sé nefnt.
Nánar ...
05.04.2019

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN

Heiðrún Sandra endurkjörin formaður UDN98. Þing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldið 2. apríl sl. í Grunnskólanum á Reykhólum. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðjur Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ.
Nánar ...
02.04.2019

Nýjar ÍSÍ fréttir

Nýjar ÍSÍ fréttirÍ dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Í blaðinu er farið yfir starf ÍSÍ síðastliðinna vikna. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á 30. ára afmæli á árinu og má sjá myndir frá hlaupinu síðan árið 1994. Fjölmörg ársþing sérsambanda og íþróttahéraða ÍSÍ hafa farið fram nýlega og sjá má þær heiðranir á vegum ÍSÍ sem fóru fram á þingum í mars. Farið er yfir næstu verkefni Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og ýmislegt fleira.
Nánar ...
01.04.2019

Skilafrestur framboða til kjörs framkvæmdastjórnar ÍSÍ

Skilafrestur framboða til kjörs framkvæmdastjórnar ÍSÍ74. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram í Gullhömrum Grafarholti í Reykjavík dagana 3.-4. maí nk. ​Samkvæmt 11. grein laga ÍSÍ skulu tilkynningar um framboð til forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar ÍSÍ berast til kjörnefndar Íþróttaþings eigi síðar en þremur vikum fyrir þingið, þ.e. 12. apríl næstkomandi.
Nánar ...