Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

10.08.2016

Ríó 2016 - Íslenskur fiskur í matinn

Ríó 2016 - Íslenskur fiskur í matinnÍslenskt íþróttafólk þarf ekki að sakna íslenska fisksins á meðan á Ólympíuleikunum stendur því það getur fengið sér saltaðan þorsk, frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísí hf. í Grindavík, í mötuneyti Ólympíuþorpsins. Íþróttafólk og aðrir þorpsbúar geta gætt sér á mat frá hinum ýmsu heimshornum, allan sólarhringinn, í mötuneytinu.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sæti

Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sætiAnt­on Sveinn McKee keppti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hann synti á tímanum 2:11,39 mín­út­um, en það er rúmri sek­úndu frá Íslands­meti hans, sem hann setti í fyrra. Þessi tími tryggði honum 18. sætið, en 16 sundmenn komust áfram í undanúrslitin. Ant­on var mjög ná­lægt því að kom­ast áfram, eða 13/100 úr sek­úndu. Ant­on hef­ur þar með lokið keppni á leik­un­um.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðum

Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðumÞær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir voru viðstaddar setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó s.l. föstudagskvöld. Í beinu framhaldi héldu þær ásamt þjálfurum sínum þeim Gunnari Páli Jóakimssyni og Terry Mchuch í æfingabúðir í bæinn Penedo sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Ríó.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Hrafnhildur í 6. sæti

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir náði 6. sæti í 100 metra bring­u­sundi á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í gærkvöldi á tímanum 1:07,18 mín­út­um sem er 73/​100 úr sek­úndu frá Íslands­meti henn­ar, sem er 1:06,45. Bandaríska sundkonan Lilly King varð Ólymp­íu­meist­ari, en hún synti á 1:04,93 mín­útu og setti þar með Ólymp­íu­met. Árangur Hrafnhildur er besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum, en næst­besti ár­ang­ur sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í sundi á Ólymp­íu­leik­um þar sem Örn Arn­ar­son náði 4. sæti í 200 metra baksundi í Syd­ney árið 2000.
Nánar ...
08.08.2016

Ríó 2016 - Myndir frá sögulegum degi

Ríó 2016 - Myndir frá sögulegum degiGærdagurinn var sögulegur hjá íslensku stúlkunum á Ólympíuleikunum. Hægt er að sjá myndir frá gærdeginum á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
08.08.2016

Ríó 2016 - Góðum keppnisdegi lokið

Nýliðinn keppnisdagur á Ólympíuleikunum í Ríó er um margt sögulegur. Stúlkurnar áttu sviðið í dag og mörkuðu þær allar sín spor í Ólympíusögu okkar með framgöngu sinni.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Anton Sveinn synti í dag

Ant­on Sveinn McKee sundmaður keppti fyrst­ur Íslend­inga á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í dag. Anton keppti í und­an­rás­um í 100m bring­u­sundi og synti á 1:01,84 mín­út­um. Hann hafnaði í 35. sæti og komst því ekki áfram í undanúr­slit­.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Setningarhátíðin

Ríó  2016 - SetningarhátíðinÓlymp­íu­leik­arn­ir 2016 voru sett­ir í gærkvöldi í Ríó í Brasilíu. Setningarhátíðin fór fram á Maracana-leik­vang­in­um og var hin glæsilegasta. Töluvert var af Íslendingum á leikvanginum, bæði keppendur og fylgdarlið sem gengu inn leikvanginn og íslenskir áhorfendur í stúku. Um þrír millj­arðar manna fylgdust með setn­ing­ar­hátíðinni, en á henni komu fram 300 dans­ar­ar og 5.000 sjálf­boðar. Alls taka um 10.500 íþrótta­menn þátt í leik­un­um. Flest­ir eru full­trú­ar Banda­ríkj­anna, eða 554.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Viðtal við Líneyju Rut

Ríó 2016 - Viðtal við Líneyju RutLíney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er stödd í Ríó þessa dagana með flottum hópi íslenskra þátttakenda. Heyra má viðtal við Líneyju í þættinum Sumarmál á Rás 1, en þátttastjórnendur hringdu í Líneyju til Ríó í gær til þess að heyra í henni hljóðið og fá svör við hinum ýmsu spurningum um Ólympíuleikana 2016. Viðtalið hefst á 9. mínútu og er afar skemmtilegt og forvitnilegt.
Nánar ...