Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.04.2020 - 21.04.2020

Ársþing HHF 2020

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka verður...
28.04.2020 - 28.04.2020

Árþing ÍBA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akureyrar verður...
2

 

 

Íþrótt:
Júdó

Júdómaður ársins:
?, 2018 og 2019

Íslandsmeistari í -81kg flokki:
2012-2019

Besti árangur:
2019 Hong Kong heimsbikarmót, 3. sæti

Fæddur:
1. september 1989

Hæð: 
? cmAlþjóðleg mót:
2019 París Grand Slam
2019 Abu Dhabi Grand Slam
2018 Osaka Grand Slam

Heimsmeistaramót:
2018

Evrópumeistaramót:


Evrópuleikar:
2019 Minsk
2015 Bakú


 
 

Sveinbjörn Jun Iura er margfaldur Íslandsmeistari í júdó, en hann keppir í -81kg flokki og hefur sett markið á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. Hann hefur verið kjörinn Júdómaður ársins þrisvar sinnum.

Sveinbjörn lagði megin áherslu á að keppa á úrtökumótum fyrir Ólympíuleikana á árinu 2019. Bestum árangri náði Sveinbjörn þegar hann vann til bronsverðlauna á heimsbikarmóti í Hong Kong. Sveinbjörn er þriðji Íslendingurinn til þess að vinna verðlaun á heimsbikarmóti síðan núverandi kerfi komst á laggirnar árið 1993. Einnig komst Sveinbjörn í aðra umferð á stórmótunum Grand Slam París og Grand Slam Abu Dhabi og var fulltrúi Íslands á Evrópuleikunum í Minsk, enn hann tók einnig þátt árið 2015 í Bakú. Einnig varð hann þriðji á Reykjavík International Games.

Á árinu 2018 vann hann sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil er hann vann -81 kg flokkinn. Hann komst í þriðju umferð á Heimsmeistaramóti í Bakú á árinu og í 32 manna úrslit af 65 keppendum. Á Grand Slam Osaka komst hann einnig í þriðju umferð og í sextán manna úrslit af 40 keppendum. Þetta eru tvö sterkustu mót ársins í heiminum hverju sinni og þar er keppt með útsláttar fyrirkomulagi. Í báðum tilfellum var Sveinbjörn sleginn út af sigurvegara mótsins. Hann vann bronsverðlaun í -81 kg flokki á Norðurlandamóti í Danmörku og brons í liðakeppninni á sama móti.

Sveinbjörn er hluti af hópi íþróttafólks sem birtir pistla á vefsíðunni www.klefinn.is

Sveinbjörn er á samfélagsmiðlum: