Ólympískar lyftingar
2015-2019
2015-2018
Íslandsmethafi:
2019 Snörun -59kg flokkur, 87kg.
2018 Jafnhending -59kg flokkur, 105kg.
2017 Snörun -58kg flokkur, 86kg.
2017 Jafnhending -58kg flokkur, 108kg.
2019 Sigurvegari RIG
2018 Sigurvegari RIG
2016 Stigahæsta íslenska kona allra tíma (260 Sinclair stig)
2015 Elite Pin Lyftingasambands Norðurlanda, fyrst íslenskra kvenna
2015 Norðurlandameistari
2015 Sigurvegari RIG
Fædd:
30. júlí 1991
Hæð:
164 cm
2019 Batumi 87 kg snörun á EM
2017 Anaheim 108 kg á HM
2018 Turkmenistan 26. sæti, -59kg flokkur
Snörun 79 kg
Jafnhending 105 kg
Snörun 86 kg
Jafnhending 108 kg
Snörun 81kg
Jafnhending 100kg
2019 Georgía
2016 Noregur 14. sæti



Þuríður Erla Helgadóttir er margfaldur Íslandsmeistari í lyftingum. Hún hefur hlotið titilinn Lyftingakona ársins fimm ár í röð, frá 2015-2019.
Þuríður hefur undanfarin ár tekið þátt í heimsmeistara- og Evrópumótum fyrir Íslands hönd, ásamt því að sigra Norðurlandamót og vera ofarlega á alþjóðlegum mótum.
Þuríður átti frábært keppnisár árið 2017 sem hún kórónaði með því að ná 10. sæti í -58kg flokki á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu. Þar setti hún Íslandsmet í öllum greinum með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu eða 194kg í samanlögðum árangri. Árangur hennar á HM er sigahæsti árangur sem íslensk lyftingakona hefur náð. Þá varð hún í 13. sæti í 63kg flokki á Evrópumeistaramótinu 2017. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2017 í -63kg flokki og stigahæst kvenna á mótinu.
Þuríður átti viðburðaríkt keppnisár árið 2018 en bestum árangri náði hún á RIG í janúar sem hún sigraði með því að lyfta 185 kg samanlagt. Hún varð einnig stigahæst á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum með 247 Sinclair stig. Hún endaði í þriðja sæti í sterkum -58 kg flokki á Norðurlandamótinu aðeins 2 kg frá gullverðlaunum. Hún lauk síðan árinu með keppni á heimsmeistaramótinu í Túrkmenistan þar sem keppt var í nýjum þyngdarflokkum. Þar endaði Þuríður í 26. sæti í -59kg flokki kvenna þar sem hún snaraði 79kg og jafnhenti 105kg og eru það Íslandsmet í þessum nýja flokki.
Þuríður keppti á fjórum mótum á árinu 2019 og náði besta árangri sínum á Evrópumeistaramótinu í Georgíu þegar hún snaraði nýju Íslandsmeti í -59kg flokki kvenna, 87kg. Hún varð efst kvenna á Reykjavíkurleikunum í janúar 2019, í 25. sæti í sínum flokki á heimsmeistaramótinu og vann silfur á Norðurlandameistaramótinu, allt í -59kg flokki.
Þuríður Erla er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

