Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á litakerfi fyrir íþróttir. Munu upplýsingar birtast hér á síðunni. Nánar um litakóðakerfi er að finna á covid.is
Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Á undirsíðum sem finna má til hliðar á síðunni má finna upplýsingar um algengar spurningar og svör, reglur sérsambanda vegna COVID-19 og yfirlit yfir sóttvarnarfulltrúa félaga.
Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.
Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt og reglugerð um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að þróun faraldursins þróist ekki á verri veg. Nánar ...08.01.2021
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti þrátt fyrir að vel gangi í baráttunni við Covid-19.
Nánar ...21.12.2020
Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra héldu í dag blaðamannafund í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal þar sem kynntar voru aðgerðir stjórnvalda til stuðnings íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu. Nánar ...18.12.2020
Í dag var frumvarp til laga um greiðslur til lögaðila ÍSÍ vegna launa- og verktakagreiðslna á tímum kórónufaraldurs samþykkt á Alþingi og eru það sannarlega gleðileg tíðindi fyrir íþróttahreyfinguna.Nánar ...08.12.2020
Búið er að birta þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taki gildi 10. desember nk. og gilda til 12. janúar 2021. Nánar ...03.12.2020
Síðdegis í gær fundaði Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ með fulltrúum sérsambanda annars vegar og fulltrúum íþróttahéraða hins vegar, þar sem farið var yfir framvindu mála varðandi takmarkanir á íþróttastarfinu í landinu vegna COVID-19 faraldursins.Nánar ...01.12.2020
Á vef heilbrigðisráðuneytis var rétt í þessu birt frétt þar sem fram kemur að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum í augnablikinu vegna þróunar faraldursins síðustu daga. Áður hafði verið vonast til þess að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar 2. desember nk.Nánar ...19.11.2020
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Nánar ...30.10.2020