Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Kynningum á Ánægjuvoginni að ljúka

12.02.2013

Kynningum á Ánægjuvoginni lýkur á fimmtudag með heimsókn til Egilsstaða. Búið er að kynna niðurstöður í Reykjavík, Blönduósi, Akureyri, Ísafirði, Selfossi og í Borgarnesi, en dr. Viðar Halldórsson hefur séð um kynningarnar. 

Rannsóknir og greining hafa í 20 ára gert rannsóknir á högum og líðan barna og unglinga á Íslandi. Árið 2012 fengu ÍSÍ og UMFÍ að setja spurningar inn í könnunina sem miðuðu að því að kanna ánægju unglinga með íþróttafélagið sitt, þjálfun, aðstöðu og þjálfara. Þá hafa niðurstöður um vímuefnanotkun verið skoðaðar á hverjum stað. Niðurstöður hafa nú verið kynntar í fyrrnefndum sveitafélögum, m.a. fyrir fulltrúum héraðssambanda, íþróttabandalaga og fyrir sveitastjórnarmönnum. Fundirnir hafa mælst mjög vel fyrir og hafa ágætar umræður skapast um niðurstöðurnar. Íþróttahreyfingin getur verið stolt af þeim niðurstöðum sem nú þegar hafa verið birtar, en um 85% unglinga segjast vera ánægðir með starfið.