Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

500 dagar til stefnu

17.01.2014

Í dag, föstudaginn 17. janúar, eru 500 dagar þar til 16. Smáþjóðaleikarnir verða settir í Laugardalnum í Reykjavík.  Í tilefni dagsins hefur fyrsta fréttabréf leikanna nú litið dagsins ljós en innihald þess er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því er það á ensku.  Það er engu að síður birt hér fyrir þá sem vilja vera vel upplýstir um gang mála.

Undirbúningu leikanna hefur gengið samkvæmt áætlunum en fjöldi stórra verkefna eru framundan hjá skipuleggjendum og ber þar hæst að fyrsta útgáfa tæknihandbókar leikanna verður send þátttökuþjóðum til yfirlestrar fyrir vorið og 16. og 17. maí munu forsetar og framkvæmdastjórar þeirra Ólympíunefnda sem taka þátt í leikunum koma saman til fundar í Reykjavík.  Tækninefnd leikanna sem skipuð er fulltrúum allra þátttökuþjóðanna mun einnig funda á sama tíma og munu þessir tveir hópar meðal annars fara yfir undirbúning leikanna og skoða þau mannvirki sem notuð verða

Hér geturðu kíkt á fréttabréfið