Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Ríó 2016 - Góðum keppnisdegi lokið

08.08.2016

Nýliðinn keppnisdagur á Ólympíuleikunum í Ríó er um margt sögulegur. Stúlkurnar áttu sviðið í dag og mörkuðu þær allar sín spor í Ólympíusögu okkar með framgöngu sinni. 

Eygló Ósk Gústafsdóttir hóf leik í 100 metra baksundi þegar hún synti í undanriðlum á tímanum 1:00,89. Tíminn var sá sextándi besti og varð Eygló því fyrsta íslenska konan til að tryggja sig inn í milliriðla á Ólympíuleikum í sundi. Í 100 metra bringusundi kvenna var komið að Hrafnhildi Lúthersdóttur að tryggja sig inn í milliriðlana. Hrafnhildur synti á tímanum 1:06,81 sem var níundi besti tíminn í undanriðlunum.

Seinnipartinn keppti svo Irina Sazonova í fjölþraut í áhaldafimleikum. Með þátttöku sinni braut Irina blað í sögu fimleika á Íslandi þegar hún varð fyrsta íslenska konan til að taka þátt á Ólympíuleikum. Í keppninni náði Irina samtals 53,200 stigum og varð með árangri sínum í 41. sæti.  24 efstu keppa til úrslita í fjölþrautinni.

Í kvöld var svo komið að milliriðlum, þar synti Eygló í baksundi á tímanum 1:00,65 sem var fjórtándi besti tíminn. Eygló var nálægt sínum besta árangri sem er 1:00,25. 

Í milliriðlum 100 metra bringusundsins náði Hrafnhildur sjöunda besta tímanum þegar hún synti á 1:06,71 og tryggði sér með því sæti í úrslitasundinu. Besti tími Hrafnhildar til þessa er 1:06,45. Spennandi verður að fylgjast með Hrafnhildi í úrslitum á mánudagskvöldið kl. 22.54 (01.54 aðfaranótt þriðjudags að íslenskum tíma).

Á myndunum sem fylgja má sjá Hrafnhildi nálgast bakkann í bringusundinu, Eygló Ósk í ræsingu í baksundinu og Irinu í æfingum á gólfi.