Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Í heimsókn hjá HSS

03.10.2017

Á starfssvæði Héraðssambands Strandamanna (HSS) er ýmislegt áhugavert að skoða, eins og forseti ÍSÍ og föruneyti upplifðu í heimsókn sinni hjá sambandinu 26. september sl. Hópurinn hitti fulltrúa HSS í golfskála Golfklúbbs Hólmavíkur þar sem farið var yfir starfsemi klúbbsins og uppbyggingu svæðisins. Síðan var ekið að skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár. Þar er risinn skíðaskáli fyrir starfsemi félagsins sem gjörbreytir aðstöðu gönguskíðaiðkenda á svæðinu. Á Hólmavík var íþróttamiðstöðin heimsótt en þar er íþróttasalur, aðstaða til líkamsræktar og sundlaug. Að lokum var fundað með fulltrúum sambandsins á Galdrasafninu á Hólmavík.

Hópurinn frá ÍSÍ þakkar öllum sem komu að heimsókninni á einn eða annan hátt fyrir góða viðkynningu og veitta aðstoð. Fleiri myndir frá ferðinni er að finna á myndasíðu ÍSÍ hér á síðunni eða með því að smella hér.

Myndir með frétt