Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
24

Vorfjarnám 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

09.02.2018

Vorfjarnám 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 26. feb. nk. og tekur það fimm vikur. Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er sjálfstætt framhald náms á 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið föstudaginn 23. feb. Þátttökugjald er kr. 40.000.- Rétt til þátttöku hafa allir sem lokið hafa 2. stigi alm. hluta eða sambærilegu námi. Einnig þurfa þátttakendur að hafa 12 mánaða starfsreynslu sem þjálfarar og að hafa gilt skyndihjálparnámskeið. Möguleiki er að taka skyndihjálparnámskeiðið á meðan á námi stendur og fá fyrri þjálfunarreynslu metna.

Skráning fer fram hér.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 eða á vidar@isi.is