Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn

07.10.2020

Í dag er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og einnig síðasti dagur Göngum í skólann á Íslandi árið 2020. Alls skráðu 75 skólar sig til leiks sem er metþátttaka en aðeins árið 2018 hafa eins margir skólar tekið þátt. ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt í ár og sérstakar þakkir fá þeir skólar sem sendu aukalega inn myndir og frásagnir af starfinu.

Markmið verkefnisins er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Von ÍSÍ er að þetta verkefni sé hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.

Vefsíða Göngum í skólann