Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
24

„Þetta er tvímælalaust gæðastimpill“

30.05.2023

Golfklúbburinn Keilir fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hreinsunardegi félagsins laugardaginn 27. maí síðastliðinn.  Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti þeim Guðbjörgu Ernu Guðmundsdóttur formanni félagsins og Karli Ómari Karlssyni íþróttastjóra félagsins viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis.

„Eitt af mínu fyrstu verkefnum sem íþróttastjóri Keilis var að gera félagið að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ.  Það skiptir okkur miklu máli að fá endurnýjunina til að geta áfram vísað í stefnur, markmið, þjálfunaraðferðir og öll þau fjölmörgu atriði sem tengjast öllu okkar góða starfi“ sagði Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis af þessu tilefni.

„Þetta er vímælalaust gæðastimpill og fyrir okkur skiptir enn meira að máli að sýna það í verki að allt sé til fyrirmyndar í öllu okkar starfi“ sagði Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis af þessu tilefni.