Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

03.02.2020

Námskeið í Ólympíu 23. maí nk.

Námskeið í Ólympíu 23. maí nk.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiðinu sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku.
Nánar ...
30.01.2020

Amanda Íþróttamaður UMSE

Amanda Íþróttamaður UMSEKjöri Íþróttamanns Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) var lýst þann 18. janúar sl. í Þelmerkurskóla. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, frá Golfklúbbnum Hamri, var kjörin Íþróttamaður UMSE 2019. Þetta er annað árið í röð sem Amanda er kjörin. Hún var jafnframt útnefnd Golfmaður UMSE 2019.
Nánar ...
28.01.2020

Felix - Starfsskýrsluskil

Felix - StarfsskýrsluskilOpnað hefur verið fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...
28.01.2020

Dagur í lífi afreksmanns í sundi

Dagur í lífi afreksmanns í sundiAnton Sveinn Mckee, afreksmaður í sundi og tvöfaldur Ólympíufari, mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland þann 31. janúar nk. og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
28.01.2020

ÍSÍ á afmæli

ÍSÍ á afmæliÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 108 ára afmæli sínu í dag 28. janúar 2020 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912. Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.
Nánar ...
27.01.2020

Dómaranámskeið FRÍ

Dómaranámskeið FRÍFrjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hélt námskeið í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar sl. í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.
Nánar ...
24.01.2020

ÍSÍ fundar með UMSB

ÍSÍ fundar með UMSBViðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri átti fund með framkvæmdastjóra UMSB í Borgarnesi þriðjudaginn 21. janúar síðastliðinn í tengslum við umsókn UMSB um viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað. Einnig fundaði Viðar með fulltrúa knattspyrnudeildar Umf. Skallagríms vegna endurnýjunar deildarinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ.
Nánar ...
24.01.2020

6 mánuðir til Ólympíuleika í Tókýó

6 mánuðir til Ólympíuleika í TókýóNæstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í dag er því fagnað að hálft ár er þar til setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Skipuleggjendur leikanna halda því fram að um sé að ræða nýjungagjörnustu Ólympíuleika í sögunni því á þeim verður meðal annars hægt að sjá bifreiðar drifnar áfram af vetni og ný tæki sem geta þýtt fjölmörg tungumál yfir á önnur tungumál ásamt mörgu öðru. Ólympíuleikvangurinn er tilbúinn til notkunar, en hann var byggður frá grunni í japönskum stíl og að mestu leyti úr viðarefni. Mikil áhersla er á sjálfbærni á leikunum og eru verðlaunin meðal annars búin til úr gömlum farsímum japansks almennings. Gullverðlaunin eru alltaf eftirsóttust, en aðeins 339 íþróttamenn munu vinna gull á leikunum. Í fjórum íþróttagreinum hefur aldrei áður verið keppt og því verða fyrstu gullverðlaunin veitt í þeim greinum á Ólympíuleikum, það eru greinarnar karate, hjólabretti, íþróttaklifur og brimbretti.
Nánar ...