Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við viljum verða betri, hvert stefnum við?

Íþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en um 12 ára aldur stunda rúmlega átta af hverjum tíu börnum íþróttir með íþróttafélagi. Margar ólíkar íþróttagreinar eru í boði og ættu öll börn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á Íþróttaþingi árið 1996 var samþykkt stefna í íþróttum barna og unglinga og frá þeim tíma hafa orðið töluverðar breytingar í íþróttaumhverfi barna. Síðan þá hafa sérsamböndin aðlagað og einfaldað keppnisfyrirkomulag í íþróttum barna, fækkað leikmönnum í liðum, minnkað mörk og dregið verulega úr mikilvægi úrslita með því að tilkynna síður úrslit í yngstu aldurshópunum. Samhliða þessum breytingum hefur þátttaka aukist verulega, fjölbreytni er meiri og börn byrja fyrr að stunda íþróttir með íþróttafélögum en áður. Þá er þátttaka foreldra í íþróttum barna mun meiri og væri íþróttastarfið í þeirri mynd sem það er í dag nær ómögulegt án aðkomu þeirra. Menntun þjálfara hefur aukist og aðstaða til íþróttaiðkunar stórbatnað.

Á Íþróttaþingi árið 2015 var endurskoðuð stefna í íþróttum barna og unglinga samþykkt. Innihald stefnunnar hefur tekið nokkrum breytingum en mikil áhersla er lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og að leikurinn skipi stóran sess. Barna og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð.

Hér má nálgast bæklinginn Íþróttir - Barnsins vegnaStefna ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga

    Á döfinni

    17