Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Evrópuleikar – Baku 2015

27.04.2015

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fimmtudaginn 16. apríl sl. var fjallað um þátttöku Íslands á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan.
Í fjölmörgum íþróttagreinum hafa íslenskir keppendur unnið sér inn keppnisrétt og hafa formleg erindi borist til ÍSÍ og sérsambanda vegna þessa. 
Hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ ákveðið í samráði við viðeigandi sérsambönd að staðfesta þátttöku þeirra íþróttamanna sem nú þegar hafa unnið sér inn þátttökurétt.

Þeir eru eftirfarandi:

Skotíþróttasamband Íslands, Ásgeir Sigurgeirsson, keppni í loftskambyssu og frjálsri skambyssu.
Badmintonsamband Íslands, Kári Gunnarsson, keppni í einliðaleik karla.
Badmintonsamband Íslands, Sara Högnadóttir, keppni í einliðaleik kvenna.
Júdósamband Íslands, Sveinbjörn Jun Iura, keppni í -81 kg. flokki karla.
Júdósamband Íslands, Þormóður Árni Jónsson, keppni í -100 kg.  flokki karla.
Skylmingasamband Íslands, Þorbjörg Ágústsdóttir, keppni í höggsverði kvenna.

Ísland hefur fengið úthlutun á kvóta fyrir fimm sundmenn á leikunum og í áhaldafimleikum fyrir einn karl og þrjár konur.  Mun val á keppendum liggja fyrir á næstu vikum.
Þá hefur einnig fengið keppnisréttur fyrir einn keppanda í bogfimi karla og er mjög ánægjulegt að vaxandi grein eins og bogfimi muni eiga keppanda á leikunum.