Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
26

Hilmar Snær fyrstur til að vinna Evrópumótaröðina

06.03.2020

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð þann 28. febrúar sl. fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) í alpagreinum. Hilmar sigraði í svigkeppninni og að henni lokinni var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi vegna aðstæðna. Hilmar var því sigurvegari heildarstigakeppninnar á Evrópumótaröðinni með gull í svigi og silfur í stórsvigi. Hilmar hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpagreinum og er nú á meðal allra fremstu alpagreinamanna fatlaðra í heiminum.

Hilmar var ekki einn um að rita nýjan kafla í íþróttasögu Íslendinga því yfirdómari keppninnar þann 28. febrúar var þjálfari Hilmars, Þórður Georg Hjörleifsson. Var þetta í fyrsta sinn sem mótshluti Alþjóðlegs móts á vegum IPC er í höndum Íslendings.

ÍSÍ óskar Hilmari Snæ og Þórði til hamingju með árangurinn. 

Myndir með frétt