Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Formaðurinn endurkjörinn á 51. ársþingi BLÍ

18.04.2023

 

51. ársþing Blaksamband Íslands var haldið í ráðstefnusal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum laugardaginn 15. apríl sl.  Um 30 manns mættu á þingið og var Valdimar Leó Friðriksson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, þingforseti.  Farið var yfir hefðbundin störf, ársreikninga og skýrslu stjórnar og var Garðar Svansson, einnig úr framkvæmdastjórn, mættur fyrir hönd ÍSÍ og  ávarpaði þingið.  

Sigurbjörn Grétar Eggertsson var endurkjörinn formaður.  Auk hans verða áfram í stjórn Auður Ösp Jónsdóttir og Valgeir Bergmann.  Hjördís Eiríksdóttir hafði áður tekið sæti Hrafnhildar Theodórsdóttur í stjórn, sem hafði sagt sig frá stjórnarstörfum.  Ný inn í stjórn voru kosin Arnar Már Sigurðsson og Guðrún Kristín Einarsdóttir.  Í varastjórn til eins árs voru kosin Hjördís Eiríksdóttir, Rósborg Halldórsdóttir og Sigurður Hreinsson, sem kemur nýr inn.

Þá var farið yfir landsliðsmál og þau verkefni sem landsliðin hafa tekið þátt og þau sem framundan eru.  Fjármál sambandsins voru einnig til umræðu en þau hafa verið erfið og ljóst að Blaksambandið stendur frammi fyrir áskorun í rekstri vegna neikvæðrar rekstrarniðurstöðu ársins 2022.

Á meðfylgjandi myndum má sjá frá þinginu og svo Stein Einarsson, fráfarandi stjórnarmann, sem heiðraður var af hálfu BLÍ, fyrir langt og óeigingjartn starf fyrir hreyfinguna.  

 

Myndir með frétt