Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

15.10.2019

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
14.10.2019

Sambandsþing UMFÍ 2019

Sambandsþing UMFÍ 2019Sambandsþing Ungmennafélags Íslands fór fram á Laugabakka í Miðfirði 11.-13. október sl. Haukur Valtýsson var endurkjörinn formaður UMFÍ til næstu tveggja ára. Í aðalstjórn voru endurkjörin Guðmundur Sigurbergsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Þór Gestsson, Jóhann Steinar Ingimundarson, Ragnheiður Högnadóttir og Sigurður Óskar Jónsson. Í varastjórn voru kjörin Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Gissur Jónsson, Hallbera Eiríksdóttir og Lárus B. Lárusson.
Nánar ...
14.10.2019

Grunnskólamót í blaki

Grunnskólamót í blakiGrunnskólamót UMSK í blaki var haldið 9. október sl. í Kórnum í Kópavogi. Grunnskólamótið er ætlað skólum á svæði Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og sér Blaksamband Íslands um framkvæmd þess ásamt UMSK.
Nánar ...
11.10.2019

Stjórnendanámskeið á Húsavík

Stjórnendanámskeið á Húsavík​Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) buðu upp á stjórnendanámskeið á Húsavík 10. október síðastliðinn. Vel var mætt á námskeiðið þar sem 11 manns tóku þátt frá fjórum aðildarfélögum HSÞ; Íþróttafélaginu Völsungi, Ungmennafélaginu Eflingu, Ungmennafélaginu Einingu og Skotfélagi Húsavíkur. Auk þess sat framkvæmdastjóri HSÞ, Gunnhildur Hinriksdóttir námskeiðið, í raun í annað sinn þar sem hún sat það einnig á Þórshöfn fyrir nokkrum vikum. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem sá um námskeiðið fyrir hönd ÍSÍ.
Nánar ...
10.10.2019

Paralympic dagurinn 19. október

Paralympic dagurinn 19. októberLaugardaginn 19. október næstkomandi heldur Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Paralympic-daginn. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Gestum gefst færi á að kynna sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og þá starfsemi sem þau hafa upp á að bjóða. ÍSÍ hvetur fólk til að líta við í Laugardal og sjá hvaða íþróttir standa fötluðum til boða í landinu.
Nánar ...
09.10.2019

Fólkið og félagsskapurinn stendur upp úr

Fólkið og félagsskapurinn stendur upp úrFöruneyti Sýnum karakter gerði sér ferð á Ísafjörð í tengslum við Ólympíuhlaup ÍSÍ og til að eiga samtal við framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga - HSV, Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur. Sigríður Lára er með bein í nefinu og því tilvalið að sjá og heyra hvernig hún sýnir karakter í sínu lífi og starfi. Samtalið við Sigríði Láru má hlusta á hér á hlaðvarpssíðu Sýnum karakter. Einnig er hægt að lesa stutta samantekt um Sigríði Láru á vefsíðu Sýnum karakter hér.
Nánar ...
08.10.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...
08.10.2019

Þrír skólar dregnir út í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2019

Þrír skólar dregnir út í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2019Ólympíuhlaup ÍSÍ var að þessu sinni formlega sett á Ísafirði þann 18. september með þátttöku fjögurra skóla á svæðinu, Grunnskóla Ísafjarðar og grunnskólum Bolungarvíkur, Suðureyrar og Súðavíkur. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu nú eins og áður valið um þrjár vegalengdir þ.e. 2,5 km, 5 km og 10 km. Hver þátttakandi og hver skóli fékk viðurkenningu þar sem tilgreindur var árangur í hlaupinu. Mjólkursamsalan hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala frá upphafi og samstarfsaðili eins og áður er Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands.
Nánar ...
07.10.2019

Sýnum karakter byggir á jafningjagrundvelli

Sýnum karakter byggir á jafningjagrundvelliFjórða Sýnum karakter ráðstefnan fór fram sl. laugardag undir yfirskriftinni „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“ Ráðstefnan fór fram í Háskólanum í Reykjavík og voru sjö er­indi flutt. Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur og hugmyndasmiður Sýnum karakter hélt erindi um íþróttir og áhrif móta á unga iðkendur.
Nánar ...
07.10.2019

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
07.10.2019

Vinnustofan vettvangur fyrir nýjar hugmyndir

Vinnustofan vettvangur fyrir nýjar hugmyndirÞann 3. og 4. október sl. fór fram vinnustofa ætluð þeim sem sjá um fræðslu-og/eða mótamál í íþróttahreyfingunni. Vinnustofan var haldin í tengslum við verkefnið Sýnum karakter, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Yfirskrift vinnustofunnar var „Keppni með tilgang“ og snérist um keppni hjá börnum og ungmennum. Kanadamaðurinn André Lachance frá Sport for Life hafði umsjón með stofunni. Lachance er prófessor við Háskólann í Ottawa og heldur fyrirlestra og vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi, t.d. hefur hann haldið vinnustofur fyrir Íþróttasamband Svíþjóðar (RF) og Danmerkur (DIF) á síðastliðnu ári.
Nánar ...
05.10.2019

Sýnum karakter ráðstefna í dag

Sýnum karakter ráðstefna í dagRáðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík og stendur hún frá kl. 09:30 – 12:30. Verð er 2.500kr. Skráning og greiðsla fer fram hér. Vert er að geta þess að uppselt hefur verið á allar fyrri ráðstefnur Sýnum karakter til þessa.
Nánar ...