Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

07.08.2014

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun 1 og 2 að ljúka

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ er nú langt komið og einkunnir að detta inn hjá nemendum. Um 40 þjálfarar samtals munu ljúka námi ýmist á 1. eða 2. stigi að þessu sinni. Þjálfararnir sækja svo nám í sérgreinahluta hjá viðkomandi sérsambandi hverju sinni eða jafnvel hjá tveimur eða fleirum sérsamböndum kjósi aðilar að verða þjálfarar í fleiri en einni íþróttagrein. Almenna hlutann sem tekinn er hjá ÍSÍ þarf einungis að taka einu sinni enda er hann sá sami fyrir allar íþróttagreinar. Allir þjálfararnir fá þjálfaraskírteini frá ÍSÍ sent á heimilisfang eða koma með skírteinið til ÍSÍ og fá nýjan stimpil, einkunn og aðrar upplýsingar inn á skírteini sem þeir hafa fengið áður s.s. eftir 1. stig. Mikilvægt er að halda vel utan um skírteinin því að þau eru samræmd og allar upplýsingar eiga að fara inn á eitt og sama skírteinið. Gildir þar einu hvort um almennan hluta eða sérgreinahluta er að ræða sem og þjálfunarreynslu og skyndihjálparnámskið. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000, 460-1467 og 863-1399.
Nánar ...
06.08.2014

Tvö ár í Ólympíuleika

Nú eru tvö ár þangað til Ólympíuleikarnir verða settir þann 5. ágúst í Ríó í Brasilíu. Þar munu bestu íþróttamenn veraldar keppa sín á milli á 17 dögum, 10.903 íþróttamenn frá 204 löndum. Þetta er í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar eru haldnir í álfunni Suður- Ameríku.
Nánar ...
05.08.2014

300 dagar til stefnu

300 dagar til stefnuÍ dag eru 300 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær fimm sem nú þegar hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum. Viðtölin má sjá á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015, www.iceland2015.is, undir „Náttúrulegur kraftur“.
Nánar ...
30.07.2014

HM unglinga í frjálsíþróttum - gjöf til ÍSÍ

HM unglinga í frjálsíþróttum - gjöf til ÍSÍHilmar Örn Jónsson, keppandi í sleggjukasti, kom færandi hendi á skrifstofu ÍSÍ í dag. Eins og flestir þeir sem fylgjast með íþróttum hafa tekið eftir þá átti Ísland fimm keppendur á HM 19 ára og yngri í frjálsíþróttum sem fram fór í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum í júlí. Þrjú þeirra komust í úrslit og má segja það einstakan árangur fyrir ekki stærri þjóð.
Nánar ...
30.07.2014

Heimsókn til ÍSÍ

Heimsókn til ÍSÍNýverið heimsótti Patrick Baumann höfuðstöðvar ÍSÍ, en hann situr í Alþjóða Ólympíunefndinni og er framkvæmdastjóri FIBA (Alþjóða körfuknattleikssambandsins).
Nánar ...
30.07.2014

London tveimur árum eftir Ólympíuleikana 2012

Nú þegar um tvö ár eru frá opnunarhátíð Ólympíuleikanna 27. júlí 2012, hefur breska ríkisstjórnin gefið út nýja skýrslu sem sýnir jákvæð áhrif Ólympíuleikanna á borgina og Bretland í heild sinni, á meðan á leikunum stóð og frá því að þeim lauk. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, sagði að því tilefni að það væri eitt af áherslum IOC að tryggja jákvæðan ávinning fyrir gestgjafaborgina og viðkomandi land eftir Ólympíuleika. Hann sagðist hafa tekið eftir því, sem Ólympíufari sjálfur, að leikarnir í London hafi verið byggðir upp með íþróttafólkið í huga. Hann sagðist einnig hafa tekið eftir því að gestgjafarnir gerðu ráð fyrir áþreifanlegum ávinning af leikunum sem þeir ætluðu að nýta sér til lengri tíma.
Nánar ...
25.07.2014

Vetrarólympíuleikarnir 2022

Framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) hefur samþykkt að borgirnar Osló (Noregur), Almaty (Kasakstan) og Peking (Kína) færist frá stigi umsækjenda um Vetrarólympíuleikana 2022 í stig þeirra borga sem koma til greina í samkeppninni um að halda leikana.
Nánar ...
24.07.2014

Heimskort breska Ólympíuliðsins

Heimskort breska ÓlympíuliðsinsNú getur hver sem er upplifað Ólympíusögu Breta og ferðast um heiminn á heimskorti á heimasíðu Pinterest. Ólympíusaga Breta nær yfir alla leika frá 1896, frá fyrsta gullverðlaunahafa Breta á Ólympíuleikunum í Aþenu 1896, lyftingamanninum Launceston Elliot, til silfurverðlaunahafa Breta á Ólympíuleikunum í Sochi 2014, krulluliðinu. Á kortinu má einnig sjá verðlaunaárangur Breta, merki Ólympíuleika og aðrar merkar minningar í sögu breska liðsins.
Nánar ...
14.07.2014

Ferð til Ólympíu

Ferð til ÓlympíuÍ júní síðastliðnum fóru þau Sigríður Inga Viggósdóttir og Tryggvi Þór Einarsson til Ólympíu í Grikklandi til að taka þátt í námskeiði á vegum IOA (International Olympic Academy) en þau voru valin úr hópi umsækjenda.
Nánar ...