Sund
Baksund
Íslandsmet:
Eygló hefur sett 57 Íslandsmet í einstaklingsgreinum auk tveggja metajafnana og 32 Íslandsmet í boðsundum.
25m laug:
2016 50m bak 27.40
2016 4x100m fjór Landssveit 04:00.08
2015 100m bak 57.42
2015 200m bak 02.03.53
2012 1500m skrið 16:46.95
2011 4x200m skrið Landssveit 08:25.67
2011 4x100m skrið Landssveit 03:53.64
2009 4x200m skrið Sveit Ægis 08:21.88
50m laug:
2016 4x50m skrið Blönduð Landsveit 01.36.70
2016 200m bak 02.08.84 - Norðurlandamet sem Eygló hefur slegið 5x
2015 100m bak 01.00.25
2015 4x100 fjór Landssveit 04.04.43
2015 4x100 skrið Landssveit 03:47.27
2012 4x100 skrið Sveit Ægis 03:51.64
2012 4x200 skrið Sveit Ægis 08:24.80
Sundkona ársins:
2011-2015 og 2019
Fædd:
1. febrúar 1995
Hæð:
188 cm
2016 Ríó (8. sæti)
2012 London (20.sæti)
Heimsmeistaramót:
25m laug:
2019 Gwangju
2015 Kazan
2013 Barcelona
2011 Sjanghai
50m laug:
2016 Windsor
2014 Doha
Evrópumeistaramót:
25m laug:
2019 Glasgow
2017 Kaupmannahöfn
2015 Ísrael
2013 Herning
2012 Chartres
50m laug:
2018 Glasgow
2016 London
2012 Debrecen
Smáþjóðaleikar:
2019 Svartfjallaland
2017 San Marínó
2015 Ísland
2013 Lúxemborg
2011 Liechtenstein



Eygló Ósk er fædd árið 1995. Hennar helsta sérgrein er baksund. Hún var mjög öflug í unglingaflokkum þar sem hún setti 120 unglingamet í einstaklingsgreinum. Þau skiptast í 40 meyjamet í 12 ára flokki, 20 telpnamet í 13-14 ára flokki og 60 stúlknamet í flokki 15-17 ára. Mörg þessara meta standa enn. Hún fékk silfurverðlaun á EM unglinga 2011 í 200m baksundi aðeins 7/100 úr sekúndu frá gullinu.
Eygló hefur sex sinnum verið kjörin Sundkona ársins, á árunum 2011-2015 og 2019. Hún var kjörin Íþróttakona Reykjavíkur árin 2014 og 2015. Eygló lagði sundbolinn á hilluna í júlí 2020 eftir afar farsælan feril.