Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Ánægjuvogin 2020 - English and Polish below

Hér má sjá Ánægjuvogina 2020 pdf

Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar 2020 og var svarhlutfallið 85%.

ÍSÍ og UMFÍ hafa fengið að setja inn í spurningalistann nokkrar spurningar til að kanna ánægju þeirra sem stunda íþróttir með íþróttafélagi. Hversu ánægð/ur ertu með íþróttafélagið, þjálfarann og aðstöðuna og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfinu. Einnig eru skoðuð tengsl íþróttaiðkunar við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu, námsárangur, andlega og líkamlega heilsu og sjálfsmynd. Þegar skoðuð eru tengsl íþróttaiðkunar og vímuefnaneyslu þá kemur fram að eftir því sem krakkar stunda íþróttir með íþróttafélagi oftar í viku því ólíklegri eru þau til að neyta vímuefna. Hlutverk þjálfara og ábyrgð hans í uppeldi iðkenda er ótvírætt og skiptir því sköpum hvaða áherslur hann leggur í starfi sínu á hluti eins og sigur í keppni, drengilega framkomu og heilbrigt líferni.

Kynning fór fram á Ánægjuvoginni 2020 þann 12. júní 2020. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&g) og í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík kynnti niðurstöður. Hægt er að horfa á kynninguna hér.

Í tengslum við kynningu á Ánægjuvoginni tóku ÍSÍ og UMFÍ höndum saman með auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og ráðist var í gerð fimm myndbanda sem ÍSÍ og UMFÍ ásamt sambandsaðilum munu deila reglulega á sínum miðlum. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.

Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi og taka ÍSÍ og UMFÍ því fagnandi. Þar kemur skýrt fram að þeim nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og vinna betur í hópi en aðrir. Þetta er mikill fjöldi, því um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. Þar kemur einnig fram að 61% nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfi með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna.

Margrét Lilja segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti skipulags íþróttastarfs: „Við sjáum hvaða þættir það eru sem eru verndandi og hvaða þættir það eru sem draga úr líkum á því að barn leiðist út í einhvers konar frávikshegðun, sér í lagi vímuefnaneyslu. Við sjáum að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur forvarnargildi.“

Niðurstöðurnar eru greindar niður á íþróttahéruð og hafa skýrslurnar verið sendir út.
 

Eldri skýrslur Ánægjuvogarinnar:

Ánægja í íþróttum 2014

Ánægja í íþróttum 2016

Ánægja í íþróttum 2022

English

Icelandic Centre for Social Research & Analysis (R&g) has created a Satisfaction scale 2020 for The National Olympic and Sports Association of Iceland (ÍSÍ) and The Youth Association of Iceland (UMFÍ). R&g have submitted a questionnaire for youth in 8th -10th grade annually from the year of 1992 in a study called Youth in Iceland. The Satisfaction scale includes questions regarding sport and sport participation. The questionnaires were submitted for this age group in February 2020 with 85% response rate. The outcome was very positive for the sports movement in Iceland.

Polish

Skala satysfakcji 2020 została przygotowana przez Instytur badań i analiz (R & g) dla Islandzkiego Stowarzyszenia Sportu i Olimpiady (ÍSÍ) oraz Islandzkiego Stowarzyszenia Młodzieży (UMFÍ). Badania i analizy przeprowadzano u uczniów klas 8, 9 i 10 od 1992 r. w badaniu Młodzież. Dla zbadania skali satysfakcji pytania dotyczące sportu i sportu są dodawane do kwestionariuszy. Listy zostały przekazane studentom na zajęciach w lutym 2020 r., A odsetek odpowiedzi wyniósł 85%. Wyniki Skali satysfakcji są bardzo pozytywne dla ruchu sportowego w Islandii, a ÍSÍ i UMFÍ z zadowoleniem przyjmują to.