Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Markmið og verkefni

 • Að efla íþróttaþátttöku meðal sambandsaðila ÍSÍ á öllum aldri og getustigum með því að:
      o Hvetja íþróttafélög og íþróttahéruð til að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir og hreyfingu fyrir alla aldurshópa og öll getustig.
      o Hvetja sambandsaðila til þátttöku í almenningsíþróttaverkefnum ÍSÍ.

 • Að efla almenningsíþróttaþátttöku landsmanna á öllum aldri með því að:
      o Hvetja landsmenn til þátttöku í almenningsíþróttaverkefnum ÍSÍ.
      o Verkefni ÍSÍ höfði til allra aldurshópa, á öllum getustigum og séu á jafnréttisgrundvelli.
      o Afla og dreifa þekkingu og stuðla að nýjungum ásamt útgáfu fræðslu- og upplýsingaefnis um heilsueflingu.
      o Hvetja íþróttahéruð og íþróttafélög til þátttöku í verkefninu ,,Heilsueflandi samfélag“ með sveitarfélögum á hverjum stað.

 • Að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að huga að heilsueflingu starfsmanna sinna með:
      o Því að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þátttöku í almenningsíþróttaverkefnum ÍSÍ.
      o Upplýsingagjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.
      o Ábendingum um hugsanlegt samstarf fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga við íþróttahéruð og/eða íþróttafélög um framkvæmd einstakra þátta í heilsueflingu starfsmanna

 

Hér má finna Stefnu ÍSÍ í almenningsíþróttum